Goðasteinn - 01.06.1985, Side 40

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 40
Vafalaust standa mörg ummæli eignuö Jóni krukk á eldri merg en svo, að tengist honum og verða seint rakin til róta, en leita má þar santanburðar út fyrir íslenska landsteina, t.d. til Noregs. Uppistaða í þeim mörgum er, að eitthvert ákveðið slys eða óhapp eigi að henda ef ákveðnar forsendur séu fyrir hendi á staðnum og þá oft á valdi manna að atburðurinn sé ekki leiddur inn. Hér verða rakin nokkur atriði af þessum toga, og eiga það sameiginlegt að vera öll komin frá Jóni krukk: Prettur nefnist lækur, eða öllu heldur farvegur vatns, ofan við bæina í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Fannastífla getur myndast í honum og í leysingum verður af vatnsflóð. Komið hefur fyrir að Prettur hefur brotist þarna inn i bæi. Jón krukkur spáði því að hann myndi eyða byggð í Mörk. Mikill hamar ofan við bæinn á Núpi undir Eyjafjöllum heitir Strákastígur. Hann mun hrynja yfir bæinn á Núpi þegar þrjár gráar kýr eru reknar þar í senn til vatns í bæjarlækinn. Núpur hefur lengi verið margbýlisjörð og fram á þessa öld gættu Núpsbændur þess að þar væru ekki þrjár gráar kýr á þýlum. Eyjólf Jónsson á Mið-Grund undir Eyjafjöllum heyrði ég segja það laust fyrir 1940 að því hefði Jón krukkur spáð að prestssetrið í Holti ætti eftir að verða eitt bóndabýli og þótti þá ósennilegt. En hvað getur ekki gerst? Upp af Húshömrum fyrir ofan byggðina i Steinum undir Eyja- fjöllum reis klettur sem nefndist Hestshöfuð, enda minnti hann á höfuð af hesti. Sagt var að Krukkur hefði spáð því að kletturinn ætti að hrapa á Steinabæ. í jarðskjálftunum 1896 féll Hestshöfuð en austur í Bæjargil svo byggðin slapp. Núpakot stendur við rætur Steinafjalls, skammt austur frá Steinum og margur kletturinn hefur hrapað þar heim undir bæ. Gömul sögn var það að Núpurinn fyrir ofan bæinn myndi hrynja á hann er þar væru 12 kýr í fjósi, lægju allar á sömu hlið og grátt naut lægi á ysta básnum vestanmegin. Á þetta hefur víst aldrei reynt. Mikill klettur rís upp frá gamla bæjarstæðinu á Lambafelli undir Eyjafjöllum, suðvestan í Lambafelli. Hann heitir Stóri-Klimpur. 38 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.