Goðasteinn - 01.06.1985, Page 46
engjum) sem aldrei frýs, og er það ætlun manna að þar hafi séra
Magnús skilið við Labba. Er það ekki rengjandi, því svo er sagt að
séra Magnús hafi síðar sagt einhverjum vini sínum að hann kvæði
Labba niður í fenið og hefði draugurinn verið svo magnaður að eigi
hefði hann eflir nema eina vísu og hefði hann þá að vísu kveðið
Labba niður en um leið sjálfan sig kvikan. Hafði hann þá eigi önnur
fangaráð en steig öðrum fæti á haus Labba og sökk hann við það
en hafði með sér skó prests sem hann hafði haft lausan fyrir varúðar
sakir. Og lýkur þar sögu Flóðalabba!
Handrit Sigurðar Vigfússonar á Brúnum (1887—1936).
Enn má sjá ferðamannagötuna vestur um brekkuna sunnan í
Hvammsnúpi, vestur um öxlina hjá Össuaugum (Oddsaugum) ofan
við Pöstin og áfram vestur í Hvammstún en þar tóku við Hvamms-
traðirnar. Þar vestan í móti er kletturinn Kálfhamar sem á 17. öld
nefndist Litli Pastur. Skora gengur vestur í Pöstin neðan við
Össuaugu. Þar heitir „í rassi” og þar sagði sagan að séra Magnús
hefði kveðið Labba niður í mýrina. Ég nam það af gamalli konu að
Flóðalabbi hefði kunnað 10 tungumál en séra Magnús 11 og á því
hefði hann sigrað drauginn.
Sumra sögn var að Magnús prestur hefði sigrað Flóðalabba með
kveðskap í Æratobbastíl og er þetta upphafið:
Askana, taskana, ausin taus
álana gerir að brjála.
Austan í Pöstunum, niður við mýrinn er klettur sem Flóðalabbi
greip í er vörn hans þraut og mörkuðu fingurnir þau för í klettinn
sem enn sjást. Svo er að sjá sem Sigurður á Brúnum hafi álitið dýið,
sem Flóðalabbi hvarf ofan i, vera austar, eða í vesturjaðri Núps-
engja.
44
Goðasteinn