Goðasteinn - 01.06.1985, Side 65
Það er af Gissuri að segja, að hann hélt til bæjar og lagði síðan
leið sína suður á bóginn, þar til hann mun hafa komist í veg fyrir
skip.
Þegar svo ekki spurðist til bátsins né mannanna næstu daga, fékk
Valdór austfirska báta til leitar, en sú leit bar ekki árangur.
Skarphéðinn telur bátinn hafa lent í óveðrinu er hann var að
koma úr för sinni með menn og tæki út að togaranum, þ.e. um vorið.
Ekki tel ég mig muna það með fullri vissu hvenær báturinn lenti í
hrakningunum, en minnir þó helst að hafa verið síðar um sumarið,
um það leyti sem hætt var við tilraunir að ná togaranum að því sinni
og mennirnir hugðust flytja austur.
Jóhann Hansson Seyðfirðingur, og þeir félagar sem keypt höfðu
togarann með það fyrir augum að reyna að ná honum út, munu
hafa komið seint í júní (hinn 24.) og voru á tveim bátum, auk
Jennýjar var einnig Alfa frá Djúpavogi, er var nokkru stærri eða
nál. 12 tonn, enda var um talsverðan flutning og aðföng ýms að
ræða, auk mannafla. Veður var gott og uppskipun gekk greiðlega
og héldu síðan báðir bátarnir austur, að því er mig minnir. Man ég
ekki betur en að báðum hafi gengið vel.
Er hætt var tilraunum að ná togaranum það sumar í ágúst-
mánuði, fengu þeir togaramennirnir þessa tvo báta aftur að því er
mig minnir, og víst er að Alfa fór af stað austur frá strandstaðnum
14. ágúst. (Dagsatningarnar í júní og ágúst eru samkvæmt dagbók
Ara Hálfdánarsonar, Fagurhólsmýri.) Fór hún með nokkuð af
hlutum úr togaranum, veiðarfæri, eitthvað af kolum o.fl. og með
henni munu flestir mannanna hafa farið austur. En hvernig sem á
því stóð, var Jenný þá ekki samferða. Hygg ég að það hafi verið þá,
sem Gissur fékk hana til að fara suður að fjörum.
Þess má og geta, að Jóhann sjálfur og vist einhverjir fleiri fóru
ekki austur fyrr en viku síðar, og þá vitanlega landveg austur á
Höfn. Er mér úr minni Iiðið hvað hamlaði þeim frá að sæta báts-
ferðinni austur ásamt hinum, en e.t.v. mætti geta þess til að þeir hafi
haft í huga að komast austur með Jenný og sennilega með flutning
er hún kæmi til baka utan frá fjörum.
Vorið eftir (1920) fór Valdór landveg út á Síðu, víst í síðari hluta
maí til að athuga bátinn og freista þess að ná honum út, en Gissur
Goðasteinn
63