Goðasteinn - 01.06.1985, Side 67
Friðrik Guðni Þórleifsson:
Ári minn, Kári
í íslenskum þjóðsögum rekumst við á nokkur dæmi þess að
mennskir menn komast í þá óyndislegu aðstöðu að kveðast á við
tröll og óvætti. Flestar þessarra sagna herma aðeins ávarp og svar,
enda var það ráð eitt talið duga, við slíkri ásókn, að svara nógu
hvatvíslega og vera svo laus við gestinn. Þannig segir illvætturin við
ferðamanninn: „Hnífur í hálsi þér og undir trog,” ferðamaður
svarar: „Hrútshorn í rassi þér og hlauptu svoi’ Eins fer griðkonunni
sem heyrir að baki sér: „Horfðu í glóðaraugað mitt, Gunna,” hún
svarar: „Horfðu í gump minn og gráar geilar!’
Ein þjóðsaga, sem hermir slík viðskipti, sker sig dálítið úr flokki
slíkra hvað það snertir að óvætturin og manneskjan kveðast á
dágóða stund. Þessi rangæska sögn, sem hér skal skoðuð dálítið
nánar, hermir frá stúlkukind sem situr á baðstofupalli á jólanótt og
vaggar barni. Nátttröll kemur á skjágluggann og dásamar sitthvað
í útliti stúlkunnar, hún gefur aftur sínar skýringar á fegurð augna
sinna og útlima.
Fljótt á litið virðist sagan hafa að geyma einberan samanburð á
tröllslegri hörku og mennskum mjúkleika, auk þess sem hún birtir
þá trú að tröll megi ekki líta dagsbrún nema steinrenna þar sem þau
eru komin.
En það er sitthvað í þessari sögu sem vekur forvitni sé grannt
skoðað og þá fyrst og fremst stef þau sem tröll og stúlka hafa sem
viðlög í orðaskiptum sínum. Ef stef skessunnar er skoðað fyrst og
merking orðanna gaumgæfð þá kemur erindi hennar fram í dags-
ljósið: „Snör” merkir kona, en getur allt eins þýtt tengdadóttir.
Goðasteinn
65