Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 67

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 67
Friðrik Guðni Þórleifsson: Ári minn, Kári í íslenskum þjóðsögum rekumst við á nokkur dæmi þess að mennskir menn komast í þá óyndislegu aðstöðu að kveðast á við tröll og óvætti. Flestar þessarra sagna herma aðeins ávarp og svar, enda var það ráð eitt talið duga, við slíkri ásókn, að svara nógu hvatvíslega og vera svo laus við gestinn. Þannig segir illvætturin við ferðamanninn: „Hnífur í hálsi þér og undir trog,” ferðamaður svarar: „Hrútshorn í rassi þér og hlauptu svoi’ Eins fer griðkonunni sem heyrir að baki sér: „Horfðu í glóðaraugað mitt, Gunna,” hún svarar: „Horfðu í gump minn og gráar geilar!’ Ein þjóðsaga, sem hermir slík viðskipti, sker sig dálítið úr flokki slíkra hvað það snertir að óvætturin og manneskjan kveðast á dágóða stund. Þessi rangæska sögn, sem hér skal skoðuð dálítið nánar, hermir frá stúlkukind sem situr á baðstofupalli á jólanótt og vaggar barni. Nátttröll kemur á skjágluggann og dásamar sitthvað í útliti stúlkunnar, hún gefur aftur sínar skýringar á fegurð augna sinna og útlima. Fljótt á litið virðist sagan hafa að geyma einberan samanburð á tröllslegri hörku og mennskum mjúkleika, auk þess sem hún birtir þá trú að tröll megi ekki líta dagsbrún nema steinrenna þar sem þau eru komin. En það er sitthvað í þessari sögu sem vekur forvitni sé grannt skoðað og þá fyrst og fremst stef þau sem tröll og stúlka hafa sem viðlög í orðaskiptum sínum. Ef stef skessunnar er skoðað fyrst og merking orðanna gaumgæfð þá kemur erindi hennar fram í dags- ljósið: „Snör” merkir kona, en getur allt eins þýtt tengdadóttir. Goðasteinn 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.