Goðasteinn - 01.06.1985, Side 68
„Snarpur” getur þýtt duglegur eða hraustur. Ef við göngum út frá
þessum merkingum orðanna liggur þar í bein hótun um að skessan
ætli að grípa stúlkuna og gera hana að konu sonar síns. Út frá
þessari merkingu fá hól skessunnar og svör stúlkunnar ákveðnari
meiningu: „Aur og saurj’ sem stúlkan hefur aldrei sópað né troðið,
er í hennar augum sjálfsagðir hlutir í návíst skessunnar. Og hvað-
eina dregur dám af sínu umhverfi; fegurð augna hennar og útlima er
vísast fyrir bí komist hún í tröllahendur.
Leggi stúlkan nú þessa merkingu, sem hér er fengin, í heimsókn
skessunnar, má ætla að hún biðji Guð fyrir sér. Og jafnvel það eitt
að vita af skessunni á skjánum ætti að duga til þess að hver maður
gerði bæn sína. En þarna er því ekki að heilsa. Af margendurteknu
viðlagi stúlkunnar má það helst ráða að hún ákalli einhvern vítisára
sér til halds og trausts. í kristnum fræðum fer harðla lítið fyrir þeim
máttarvöldum sem hlýða þessu bænarákalli stúlkunnar, enda árar
til annars vísir en að styðja mann gegn meinvætti. Hvað skal þá til
ráða?
í bók sinni „Tíminn og eldurinn” varpar Einar Pálsson fram
þeirri hugmynd að í Njálssögu sé Kári Sölmundarson persónu-
gervingur tímans. í íslenskri þjóðtrú ber vindurinn einnig það nafn
og þá táknun þekkir nútímamaðurinn, hin merkingin hefur
einhvern veginn glatast. Ef við nú tökum viðlag stúlkunnar og
lögum það eilítið í hendi, í stað „ári minn, Kári” segjum við „ár,
minn Kári” þá er stefið búið að fá ákveðna merkingu: Komdu með
morgunsárið, tími. Og bæn stúlkunnar er svo heit að um miðja
aðfaranótt 25. desember ljómar dagur í austri og steinrennur
skessan þar með.
Þegar þess er gætt, að á þessum árstíma birtir tæpast fyrr en upp
úr dagmálum og sagan kveður skýrt á um aftansöng, ætti kirkju-
fóikið að eiga 12-14 klst. ferð frá kirkju til að vera heima í björtu
á jóladag.
Með tilliti til eyktamarka, sem ugglaust eru höfð til viðmiðunar
í sögunni, er „morguninn” fyrir kl. 9 eftir tímamáli nútímans. Öll
rök hníga því að þeirri skýringu, sem hér er sett fram, að viðskiptum
manns og meinvættar hafi lokið á meðan heimskautamyrkrið
grúfði yfir landinu, að vættur tímans, Kári, hafi fyrir orð stúlk-
66
Goðasteinn