Goðasteinn - 01.06.1985, Qupperneq 68

Goðasteinn - 01.06.1985, Qupperneq 68
„Snarpur” getur þýtt duglegur eða hraustur. Ef við göngum út frá þessum merkingum orðanna liggur þar í bein hótun um að skessan ætli að grípa stúlkuna og gera hana að konu sonar síns. Út frá þessari merkingu fá hól skessunnar og svör stúlkunnar ákveðnari meiningu: „Aur og saurj’ sem stúlkan hefur aldrei sópað né troðið, er í hennar augum sjálfsagðir hlutir í návíst skessunnar. Og hvað- eina dregur dám af sínu umhverfi; fegurð augna hennar og útlima er vísast fyrir bí komist hún í tröllahendur. Leggi stúlkan nú þessa merkingu, sem hér er fengin, í heimsókn skessunnar, má ætla að hún biðji Guð fyrir sér. Og jafnvel það eitt að vita af skessunni á skjánum ætti að duga til þess að hver maður gerði bæn sína. En þarna er því ekki að heilsa. Af margendurteknu viðlagi stúlkunnar má það helst ráða að hún ákalli einhvern vítisára sér til halds og trausts. í kristnum fræðum fer harðla lítið fyrir þeim máttarvöldum sem hlýða þessu bænarákalli stúlkunnar, enda árar til annars vísir en að styðja mann gegn meinvætti. Hvað skal þá til ráða? í bók sinni „Tíminn og eldurinn” varpar Einar Pálsson fram þeirri hugmynd að í Njálssögu sé Kári Sölmundarson persónu- gervingur tímans. í íslenskri þjóðtrú ber vindurinn einnig það nafn og þá táknun þekkir nútímamaðurinn, hin merkingin hefur einhvern veginn glatast. Ef við nú tökum viðlag stúlkunnar og lögum það eilítið í hendi, í stað „ári minn, Kári” segjum við „ár, minn Kári” þá er stefið búið að fá ákveðna merkingu: Komdu með morgunsárið, tími. Og bæn stúlkunnar er svo heit að um miðja aðfaranótt 25. desember ljómar dagur í austri og steinrennur skessan þar með. Þegar þess er gætt, að á þessum árstíma birtir tæpast fyrr en upp úr dagmálum og sagan kveður skýrt á um aftansöng, ætti kirkju- fóikið að eiga 12-14 klst. ferð frá kirkju til að vera heima í björtu á jóladag. Með tilliti til eyktamarka, sem ugglaust eru höfð til viðmiðunar í sögunni, er „morguninn” fyrir kl. 9 eftir tímamáli nútímans. Öll rök hníga því að þeirri skýringu, sem hér er sett fram, að viðskiptum manns og meinvættar hafi lokið á meðan heimskautamyrkrið grúfði yfir landinu, að vættur tímans, Kári, hafi fyrir orð stúlk- 66 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.