Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 83

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 83
fórum við upp í hið fræga háhýsi, Searsturninn, sem er 446 metra hár og sagður hæsti mannabústaður í veröldinni. Eftir hádegi héldum við út á flugvöll og stigum von bráðar upp í þotu frá Kanadiska flugfélaginu. Var síðan flogið norður yfir sléttulönd Bandaríkjanna og Kanada og lent eftir meira en tveggja stunda flug á velli við Winnipeg, sem er höfuðbog Manitobafylkis og ákvörðunarstaður okkar þremenninganna. Eftir tollafgreiðslu og fleiri formsatriði náðum við brátt fram í forsal flugstöðvarinnar. Þar vék sér að okkur myndarlegur maður og spurði hvort verið gæti að við kæmum frá íslandi. Við sögðum svo vera og kvaðst hann þá hafa verið sendur til að taka á móti okkur. Hann kvaðst heita Guðmundur Albert Johannsson og vera af íslenskum ættum. Starfsmaður væri hann hjá Kennslumálaráðuneyti Manitobafylkis og hefði Menntamálaráðuneytið á íslandi beðið stofnun sína að verða okkur að liði. Er skemmst frá því að segja að Guðmundur Albert var upp frá þessu helsti samferðamaður okkar í Manitoba og studdi okkur á allan hátt með ráðum og dáð. Hann skildi íslensku allvel, en var stirður í talmáli. Samt var hann fæddur og uppalinn á alíslensku heimili í gömlu íslensku byggðinni í Mikley í Winnipegvatni. Sýndist okkur líklegt að hann kæmi fljótt til í gamla málinu með æfingu og reyndum að kenna honum, þegar tóm gafst til. Með hans hjálp fundum við heppilegt gistihús í Winnipeg, þar sem við síðan áttum athvarf, meðan við dvöldumst í Kanada og fór þar vel um okkur. Þetta gistihús, Polo Park Inn, var í útjaðri borgar- innar og verðlag þess fremur sanngjarnt en hitt. Eins og áður sagði, var erindi okkar vestur um haf að kynna okkur skólamál þar í landi. Við notuðum því tímann til að heimsækja ráðuneyti, fræðsluskrifstofur, grunnskóla, fjölbrauta- skóla, sérskóla, háskóla og fleiri tegundir menntastofnana í Winnipeg, Selkirk, Gimli, Riverton og víðar í Manitoba. Urðum við að vonum margs vísari, þótt ekki verði það tíundað hér. Athyglisvert þótti okkur hversu víða við hittum fyrir fræðslustjóra, prófessora, skólastjóra, kennara og aðra forystumenn í skóla- og menningar- málum, sem voru af íslenskum ættum og sumir þeirra tala meira að segja allgóða íslensku. Fólk af íslensku bergi brotið er að vísu Goðasteinn 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.