Goðasteinn - 01.06.1985, Side 90

Goðasteinn - 01.06.1985, Side 90
Eftir hádegisverð á skemmtilegu veitingahúsi skammt frá strönd vatnsins fórum við í heimsókn á Betel, sem er elliheimili í bænum. Þar voru vistmenn nálægt einu hundraði og mikill meirihluti þeirra af íslensku bergi brotinn og sumir jafnvel fæddir á gamla landinu. Okkur var tekið þarna af mikilli gestrisni og vinsemd og margs spurðir að heiman. Þá sýndum við heimilismönnum kvikmynd frá íslandi, sem við höfðum meðferðis, og var mjög góður rómur gerður að henni. Að heimsókninni í Betel lokinni, Iitum við inn í allstóra verslun hjá Tergesen kaupmanni. Hann er danskur að ætt, en á íslenska konu og bæði töluðu hjónin ágæta íslensku. Um kvöldið fórum við í veisluboð hjá A1 fræðslustjóra. Þar var fjöldi fólks saman kominn og vel veitt af mat og drykk eins og hvarvetna, þar sem Vestur-íslendingar komu saman til að gleðjast. Flestir gestanna þarna voru af íslenskum ættum og í þeirra hópi var Óli Narfason, bóndi á Víðivöllum og formaður þjóðræknisdeildar- innar á þessum slóðum. Ég spjallaði um margt við Óla, því að hann var fróður í besta lagi. Meðal annars lýsti hann lifnaðarháttum fólksins þarna á fyrri tíð, meðan menn höfðu blandaðan smá- búskap. En á síðustu áratugum höfðu komið til stórstígar breyt- ingar með vélvæðingu og sérhæfingu á flestum sviðum. Sjálfur var Óli stórbóndi og hafði sérhæft sig í nautgriparækt og mjólkur- framleiðslu. Óli gat þess að fyrir allmörgum árum hefði sér virst íslenskan þar vestra eiga í vök að verjast og þá hefði fólk jafnvel ekki viljað skíra börn sín lengur íslenskum nöfnum. Þetta hefði nú breyst aftur og væri greinilegt að staða gamla málsins og menningararfsins frá íslandi væri að styrkjast á ný. En á það bæri að líta að róðurinn væri þungur, því að fólk af íslenskum ættum væri aðeins lítið brot í ólgusjó þjóðahafsins þar vestra. í ökuferð um Nýja-ísland Guðmundur Albert gerði það ekki endasleppt við okkur, því að dag einn, þegar hann komst ekki burt af skrifstofu sinni vegna annríkis, fékk hann félaga sinn, Garry Anderson, sem líka var af íslenskum ættum, til að fara með okkur i mikið ferðalag um Nýja- ísland. Fyrst komum við að Gimli og fórum þar í skólaheimsóknir. 88 Goðasteinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.