Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 95

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 95
Þessi skilyrði voru: 1. Að þeir hefðu fullan borgararétt svo sem innfæddir íbúar í Kanada. 2. Að þeir fengju hæfilega stórt landsvæði fyrir sig, sem heppilegt væri fyrir nýlendu þeirra. 3. Að þeir fengju að halda öllum persónulegum réttindum sínum svo sem tungu og þjóðerni fyrir sig og afkomendur sína um alla framtíð. Þessi skilyrði voru samþykkt og hófst svo mikil leit að hentugu landi undir nýbyggð íslendinga. Eftir talsverða fyrirhöfn og athuganir var ákveðið að þeir fengju land í óbyggðunum norður á sléttunum vestan Winnipegvatns. Þar var ekkert fólk fyrir, nema hvað slæðingur af Indíánum hafðist þar við. Hófst nú brátt erfitt ferðalag á ný og þá ýmist með járnbrautar- lestum eða skipum á vötnunum miklu og að síðustu með ferju niður Rauðána um Winnipeg og út á Winnipegvatn. Koma þessara inn- flytjenda vakti mikla eftirtekt í Winnipeg, sem í þá daga var lítill kaupstaður með um eitt þúsund íbúa. Fólkið þyrptist niður að ánni til að sjá íslendingana, sem það hélt vera lágvaxna, þrekna og með svart, slétt og sítt hár eða sem næst eins og Eskimóar í útliti. Það ætlaði því ekki að trúa eigin augum, er þessir Ijóshærðu og bjartleitu, og hávöxnu landnemar birtust og sumir staðhæfðu að þetta hlyti að vera einhver annar hópur en íslendingarnir. En hinn 22. október 1875 var stigið á land í Víðirnesi og þá hófst óðar mikil barátta við að koma sér upp húsaskjóli og búa í haginn fyrir veturinn, sem var á næsta leiti. Á leiðinni höfðu þessir væntanlegu landnemar ákveðið að kalla byggð sína Gimli, sem var staður friðar og velsældar í norrænni goðafræði. En fyrsta veturinn þarna bjuggu menn sannarlega ekki við neina velsæld og mörg fyrstu árin voru reglulegir þrenginga- og reynsiutímar. Fólkið var ókunnugt veðurfari og staðháttum og kunni lítt að bjarga sér. Það varð að þola kulda, hungur og skort af öllu tagi. Einnig barst í byggðarlagið mannskæð bólusótt, sem deyddi fjölda fólks. Þá þurfti að þola engisptettufaraldur, flóð og margvíslega aðra óáran. Margir gáfust upp og leituðu fyrir sér á öðrum slóðum, en samt sem áður hélt Gimlibyggðin velli sem og Goðasteinn 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.