Goðasteinn - 01.06.1985, Page 97

Goðasteinn - 01.06.1985, Page 97
Hálfdan póstur og ljósið Einn af fyrstu landpóstunum í Nýja-íslandi var Hálfdan Sigmundsson. Hann var vaskur maður og svo léttur til gangs að hann hljóp jafnan við fót. Það var í janúar 1883 að Hálfdan lagði upp í dagrenningu með póstinn norðan frá íslendingafljóti og suður um byggðirnar. Veður var hið versta, stormur í fangið, frostharka og fannkoma. Um hádegi náði hann að bæ Stefáns Sigurðssonar og hafði þá gengið 16 kílómetra leið frá fljótinu. Þessi bær var einn af fjórum viðkomustöðum Hálfdans á póstleiðinni, þar sem hann var vanur að stansa til að hvíla sig og fá hressingu. Með því að veðurútlit var ljótt, bað Stefán bóndi hann að setjast þarna að um sinn og bíða betra veðurs, en Hálfdan þvertók fyrir það og lagði brátt út í bylinn á ný. Ekki hafði hann lengi farið, er veðrið herti enn, og byrjaði Hálfdan þá að efast um að hann næði í næsta viðkomustað sem var á Gimli. Hann réði sér varla fyrir veðurofsanum og öðru hverju gekk hann aftur á bak til þess að brjóta ísinn, sem hlóðst fyrir augu hans og andlit. Brátt tók að kvölda og vetrarmyrkrið jók enn á sorta hriðarbylsins. Hálfdan hafði gengið rösklega, en var nú tekinn að finna til mikillar þreytu. Hann hafði svitnað á göngunni og föt hans blotnað, en nú tóku þau að frjósa í vetrargaddinum. Kuldinn og þreytan voru að yfirbuga hann, svo að um síðir féll hann niður í snjóinn og fann þá síga á sig þungan svefnhöfga. En ekki hafði hann lengi legið, er hann hrökk upp við að einhver kallaði til hans háum rómi: „Sjáðu ljósið.” Hann spratt á fætur og gekk aftur af stað. En ekki hafði hann gengið nema fáein skref, þegar hann sá ljósbjarma gegnum hríðarkófið. Tók hann þá óðar stefnuna á þennan bjarma og kom þá brátt að húsi Péturs Pálssonar, þar sem hann var vel kunnugur. Þarna var honum tekið með gestrisni og vinsemd og þóttist fólk hann úr helju heimt hafa. Fékk hann þarna óðar þurr föt, hressingu og hvíld. Næsta morgun var komið sæmilegt veður og hélt hann þá áfram ferð sinni. Ekki varð Hálfdani pósti meint af þessum hrakningum, en það sagði hann síðar að aldrei mundi hann verða svo gamall að hann gleymdi röddinni, sem hrópaði til hans í óveðursbylnum og beindi honum í áttina til ljóssins og lífsins. Goðasteinn 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.