Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 100

Goðasteinn - 01.06.1985, Blaðsíða 100
Betsyar, smíðaði grindverk í kring og gekk vel og snyrtilega frá öllu. Var síðan vel hirt um þennan kirkjugarð áratugum saman, en um síðir var hann aflagður og stofnaður nýr á öðrum stað. Féll þá gamli garðurinn í óhirðu og þar á meðal leiði Betsyar með steininum góða. Árin liðu, byggðir íslendinga efldust og blómstruðu og land- nemarnir sem og John Ramsey, vinur þeirra, öldruðust og dóu. Nokkrum árum eftir að John féll frá kom ungur smiður frá íslandi, Trausti Vigfússon að nafni, og settist þarna að í nýbyggðunum í Manitoba. Hann keypti sér land nálægt Winnipegvatni og reisti þar bæ sinn. Nokkru eftir að Trausti settist þarna að dreymdi hann mjög skíran og einkennilegan draum. Honum fannst hann standa úti fyrir húsi sínu. Þá kom til hans hávaxinn og þreklegur Indíáni, er kynnti sig sem John Ramsey. Kvaðst hann vera vel kunnugur á þessum slóðum, því að þarna hefði hann veitt í gamla daga bjóra, refi, merði, bjarndýr, elgi og fleiri dýr, þar sem Trausti hefði nú reist hús og ræktað akur. En hann spáði því, að þetta væri gott land, þegar skógurinn hefði verið ruddur og mýrarnar ræstar fram. En erindi sitt með því að birtast Trausta svona í draumi væri að biðja hann að smíða og setja upp nýja rimlagirðingu umhverfis leiði konu sinnar í gamla kirkjugarðinum í Sandvík. Hann mundi þekkja það á marmaralegsteini, er á væri letrað gullnum stöfum nafnið Betsy Ramsey. Trausti maldaði í móinn yfir þessari bón og sagði eins og satt var, að hann væri fátækur landnemi og ætti fuilt í fangi með að framfleyta fjölskyldu sinni. Einnig sagði hann að efnið í slíka girðingu mundi kosta talsverða upphæð og nefndi líka að i Nýja-íslandi væru margir smiðir og lagtækir menn sem hann gæti fremur beðið um þetta en sig. John Ramsey svaraði því þá til að þótt hann hefði þekkt suma þessara manna allvel, þá fengjust þeir ekki einu sinni til að hlusta á sig, hvað þá vinna verkið. Hann sagðist heldur ekki geta boðið neinum borgun vegna þess djúps, sem staðfest væri milli þessara tveggja heima, það er lifenda og dauðra. Hélt hann samt áfram að klifa á þessu þar til Trausti lét undan bænum hans og lofaði að gera eins og hann bað. Skömmu eftir þennan einkennilega draum byrjaði Trausti að saga niður efni í rimla fyrir girðinguna. En hann hafði mikið að gera við 98 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.