Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 116

Goðasteinn - 01.06.1985, Síða 116
á Fossi á Rangárvöllum kom við á S-Rauðalæk, þegar hann kom úr verinu árið 1892. Hann hefur vafalaust haft frá mörgu að segja, en einmitt þann vetur gengu yfir hinir frægu Stokkseyrarreimleikar en Hafliði og skipsfélagar hans komu þar mjög við sögu. Eins og áður segir hófu Runólfur Halldórsson og Guðný Bjarna- dóttir búskap á S-Rauðalæk árið 1873. Runólfur féll frá árið 1935. Börn hans tóku við búi, þau Valgerður og Gunnar. Gunnar varð hreppstjóri Holtahrepps árið 1926, tók við því starfi af Runólfi föður sínum, en hann hafði gengt því frá 1881. Gunnar var einnig deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands. Þá veitti hann forstöðu Sparisjóði Holta- og Ásahrepps frá stofnun hans árið 1915, þar til árið 1964 að Búnaðarbanki íslands stofnaði útibú sitt að Hellu á Rangárvöllum. Störf Gunnars að málefnum sveitar sinnar voru margþætt og tóku yfir langt tímabil. Hann var afburða traustur maður í viðskiptum og ágætlega sjálfmenntaður. Margir komu til fundar við hann að fá ráð hjá honum í hinum og þessum málum. Bakvið yfirbragð hans, sem oft gat virst hrjúft og sérlundað, var hjálpsemi og greiðvikni og samúð með þeim sem minna máttu sín. Ummæli merks starfsmanns á sýsluskrifstot'u Rangárþings voru á þessa leið: „Hann var ímynd óumbreytileikans — hann rak sparisjóð sinn eins og forstöðumaður Hambrosbanka, einnar virtustu peningastofnunar Englands!’ Gunnar og Valgerður systir hans ráku búskap sinn með svipuðu sniði gegnum breytingar þær sem gengu yfir þjóðlíf allt á miðbiki þessarar aldar, en þegar vinnufólki fækkaði tóku þau vinnuvélar, ýmsar, í notkun þess í stað. Gunnar var, að því er ég held, fyrstur bænda í Rangárþingi að taka í notkun súgþurrkun. Hann var framámaður í allri vélvæðingu en var ósýnt um að endurnýja byggingar. Þar hélt hann fast í eldri form, hélt við húsum hlöðnum úr torfi og grjóti fram undir það síðasta. Störf Gunnars að málefnum sveitar sinnar og umsjá hans með Sparisjóðnum tók megnið af starfstima hans yfirleitt, þó vann hann að búi sínu eftir því sem tími vannst. Valgerður systir Gunnars stóð fyrir búi ásamt honum meðan kraftar entust. Hún var orðlögð fyrir dugnað og ósérhlífni. Á S- Rauðalæk var gert vel við alla í mat, bæði gesti og heimamenn. Þess 114 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.