Mímir - 01.07.1987, Side 71
sem gjöf frá gestinum er henni allri lokið. Hún
rýkur út í móa, kastar sér niður og grætur. Upp
frá þeirri stundu skiptir ísól karlmönnum í tvo
hópa; þá sem minntu hana á hestaprangarann
og þá sem ekki höfðu snefil af hestaprangaran-
um í sér. Eða m.ö.o. karlmenn sem virka kyn-
ferðislega á hana og þá sem ekki gera það. Þetta
atvik er sérlega athyglisverður forboði frægrar
senu úr íslenskum bókmenntum þ.e. þegar
hestaprangarinn Björn á Leirum gefur stúlku-
kindinni að Hlíðum undir Steinahlíðum guli-
peninginn fyrirnæturgreiðann.7
Enga beina skýringu er að sjá í sögunni á því
hvers vegna kynferðislegar tilfinningar vekja
upp ótta og bælingu hjá Isól. En ef höfð er í
huga staða kvenna á þeim tíma sem bókin er
skrifuð og þá sérstaklega í þessum efnum, má
e.t.v. líta á þetta atriði sem fullkomlega raun-
sætt. Það er hægt að geta sér til um að þegar
Hulda er að skrifa Dalafólk I hafi það ekki þótt
sæma konu að fjalla á opinskáan hátt um kyn-
reynslu kvenna á prenti. Hún tekur því þann
kostinn að fjalla á táknrænan hátt um þetta
efni, eins og sést í frásögninni af hestaprangar-
anum.
Bandaríski bókmenntafræðingurinn Ellen
Moers hefur bent á að margar af skáldkonum
Viktoríutímans á Englandi hafi leyst þetta
tabú, þ.e. að lýsa kynreynslu kvenna í texta
sínum, á þann hátt að nota tákn t.d. í mynd-
máli verksins.8 Moers rekur mörg dæmi þess
að þegar söguhetjurnar standi á kynferðislegum
tímamótum, bregði höfundarnir oft á það ráð
að nota landslagslýsingar í stað lýsinga á kven-
líkamanum og kynlífi.9 Eg fæ ekki betur séð en
Hulda gangi þarna í lið með stöllum sínum frá
Viktoríutímanum. Eftirfarandi klausu úr 4.
kafla Dalafólks I má túlka sem útmálun á því
er kynferðislegar tilfínningar ísólar vakna til
lífs.
7Sjá Halldór Laxness, Paradísarheiml. Reykjavík 1960
bls. 77-84.
8Eilen Moers, Literary Women; The Great Writers,
Anchor Books, Garden City, New York 1977. Sjá aðallega
kaflann: „Metaphors:A Postlude.“
Einn var sá staður nálægt Klausturdal, er flest-
um stóð stuggur af. Það var Þjófagil. Skammt
fyrir sunnan túnið var gamalt jarðfall; upp úr
því lá þröngt og skuggaiegt gil milli tveggja
mela; það var grýtt í botninn og dýjaveitur úr
börmunum. Efst í gilinu gengu fram tveir
klettadrangar, hvor á móti öðrum, og var svo
skammt á milli þeirra, að leggja mátti vænt tré
á brúnir beggja í senn. Þarna höfðu níu útilegu-
menn verið hengdir og dysjaðir í gilinu; þótti
þar síðan óhreint í meira lagi. (bls. 31 —32)
Síðasta setningin undirstrikar hversu forboðinn
staðurinn er, ekkert fyrir litlar stúlkur að
kanna. En Isól, sem þarna stendur á tímamót-
um barnæsku og kynþroskaskeiðs, stenst ekki
freistinguna og fer í könnunarleiðangur í gilið.
Og áfram heldur höfundur með landslagslýs-
inguna: „Upp frá gilinu sá hún heiðina breiðast
út, brúna af lyngi ...“ (bls. 32). í byrjun leið-
angursins er Isól smeyk, en hún yfirvinnur ótt-
ann, uppgötvar að gilið er ekki eins hræðilegt
og af er látið og yfirgefur það ánægð. „Hún
sagði engum frá þessu, né gleymdi því, þótt
árin liðu.“ (bls. 34).
Astæða þess að ég hef dvalið svo við fyrstu
kafla bókarinnar er sú að í þeim eru megin-
áherslur verksins dregnar fram og fyrirboðar
um bælinguna gefnir. Auk þess Iýkur með
þeim barnæsku ísólar eins og áður er sagt. Lýk-
ur því tímabili þar sem leikurinn er allsráðandi
og við tekur skyldan og mótun kvenhlutverks-
ins. Þar með hefst hin ríkjandi togstreita verks-
ins.
Náttúra/Menning
Hér að framan hefur verið dregið fram
náttúrueðli ísólar. Hún er náttúrubarn og
náttúran veitir henni frelsi sem þjóðfélagið og
reglur þess gera ekki. Hér höfum við því and-
stæðuna Náttúra/Menning. Þessi andstæða er
9Ellen Moers op.cit. bls. 383—401. Moers bendir einnig
á að Freud lýsti kynfærum kvenna oft sem landslagi, hún
vitnar í hann: „The complicated topography of the female
genital parts ... makes one understand how it is that they
are oftan represented as landscapes...“ (bls. 385).
71