Mímir - 01.07.1987, Page 17
Steinunn Stefánsdóttir:
Gm mun á orðavali
kvenna og karla
Að stofni til er þessi grein lokaritgerð í
námsskeiðinu Islenskar mállýskur, sem þœr
Sigrún Þorgeirsdóttir og Þóra Björk Hjartar-
dóttir kenndu á haustönn 1986. Þær /ásu
greinina aftur yftr í handriti og þakka ég þeim
góð ráð og athugasemdir.
1. Inngangur
1.1 Er munur á máli kvenna og karla?
Ekki hefur mikið verið ritað um málfarsmun
kvenna og karla, ef miðað er við það hversu
mikið hefur verið ritað um tungumál, talað
mál og mállýskur. Þó hefur þessu atriði verið
nokkur gaumur gefinn á allra síðustu árum.
Það hafa þá einkum verið kven-málfræðingar
eða málvísindakonur og femínistar, sem um
þessi mál hafa fjallað. Einnig hefur verið fjallað
um þennan þátt sérstaklega í umfjöllun um
mállýskurannsóknir. Framburðarmunur og
munur á orðavali eða orðanotkun eru þau svið
málfarsmunar kynjanna sem helst hefur verið
farið inn á. Enda eru flestir sammála um að í
þessum þáttum felist munurinn á máli kynj-
anna, en ekki í málfræðilegum þáttum.
1.2 Efni þessarar ritgerðar
í þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um það
hvort munur sé á orðanotkun kvenna og karla,
og ef svo er, í hverju hann felist þá. í öðrum
kafla er lauslega drepið á hugmyndir um mun-
inn á kvenna- og karlamáli. Þriðji kafli fjallar
um litaheiti. Fyrst er sagt frá flokkun litaheita í
mismunandi afmarkaða flokka, síðan minnst á
rannsókn á notkun litaheita sem gerð hefur
verið hérlendis og loks er sagt frá erlendum
rannsóknum á mun á notkun litaheita milli
kynja. Fjórði kafli fjallar um könnun á mun á
notkun litaheita milli kynjanna, sem ég gerði í
október síðastliðnum. Fimmti kafli segir frá
könnun sem ég gerði samhliða hinni um mun á
notkun lýsingarorða milli kynja, þær niður-
stöður eru bornar saman við erlendar hug-
myndir. Síðan er sagt frá mun á lýsingarorða-
notkun milli aldurshópa en hann reyndist
heldur meiri en milli kynja. í sjötta kafla eru
örfá lokaorð.
1.3 Um framkvæmd könnunarinnar
Þátttakendur voru fjórtán, sjö karlar og sjö
konur. Þetta fólk var á aldrinum 14 til 69 ára
og reynt var eftir megni að prófa alltaf bæði
karl og konu í sama aldursflokki.
Þátttakendunum var sagt að verið væri að
athuga orðamun eftir aldri. Það er ástæðan fyr-
ir því að í lýsingarorðalistanum eru bæði
gömul og ný slangurorð.
Flest lýsingarorðin voru tekin upp úr Slang-
urorðabókinni, en litalistinn var unninn af
málningarlitaspjöldum.
Einungis tveir þátttakendur, karl og kona,
höfðu orð á því að munur væri á orðanotkun
kvenna og karla. Karlinn talaði um að sum
orðin (lekkert, gasalegt) notaði hann ekki í
samtölum við karlmenn heldur aðeins „þegar
ég er að tala við stelpurnar hér heima”, eins
og hann sagði.
17