Mímir - 01.07.1987, Síða 61
2
2.2 Sinnum meira
í íslenzkri málfrœði (1937:54) segir Björn
Guðfinnsson:
Töluatviksorðin eru aðeins 4: tvisvar, þrisvar,
tvívegis, þrívegis.
1 stað töluatviksorðs er oft notað þf. eða þgf. et.
eða ft. af nafnorðinu sinn ásamt töluorði, t.d.
eitt sinn, einu sinni, tveim sinnurn, í þriðja
sinni o.s.frv.
Björn minnist ekki á orðalagið tvisvar sinn-
um og þrisvar sinnum. Kannski honum hafi
þótt það þvílík rökleysa. Stefán Einarsson
(1945) nefnir það ekki heldur en ýmsar aðrar
málfræðibækur frá fyrra hluta þessarar aldar
gefa þetta orðalag sem dæmi og taka það gott
og gilt.
Nú er alþekkt úr reikningi þegar margfaldað
er, að sagt er að ein tala sé önnur sinnum sú
þriðja. Halldór Briem (K. í f. 1915:7) skilgreinir
svo:
..., margföldunarmerkið x eða . er þýðir sinn-
um eða margfaldað með, ...
En ekki hafa allir verið alveg sáttir við það og
t.a.m. segir Ólafur Ólavíus (1780:48):
§.61. Þá er margfalldnar verda tolur tvær hver
með annarri, og haft er þar til þetta atqvædi
sinnum, sem 3 (þrim) sinnum 5 (edr þrisvar 5),
þad kallast ad leida tolu til annarrar, og athofn
siá heitir leidsla.
§ . 62. Auk þessa hefir túnga vor miog stutta og
náqvæma málsgrein ad ávísa med talnanna
margfolldun edr leidslu, hellst enna einfolldu,
þvíad í stadinn þess ad margfallda med 2, 3, 4,
5, 6, 7, 8, 9, x- kollu ver ad tvífallda, þrefallda,
fiórfallda, fimfallda % ítem tíufallda, %. hundr-
adfallda, þúsundfallda. og mun eg þessi atqvædi
sídarmeirr á þvísa lund rita: 2fallda, 3fallda,
4fallda. lOf. 100f.%.
En hvaða merkingu hefur það þá að segja að
ein stærð sé svo og svo mörgum sinnum stærri
(eða minni) en önnur? Ef x er þrem sinnum
stærri en y ætti þá ekki að gilda: x = y + 3y?
Væri til dæmis ekki eðlilegra að segja að talan
fimmtán væri tveim sinnum hærri en talan
fimm þar sem munur þeirra er tvöföld lægri
talan? Fleiri virðast hafa hnotið um þetta orða-
lag (Halldór Briem, 1912:72):
56. Með efnisþunga líkama er átt við þá tölu, er
sýnir, hve mörgum sinnum líkami sá, sem um
er að ræða, er þyngri en vatn það, er fyllir jafn-
stórt rúm* . ..
*) Eptir hugsuninni, sem í þessu er, væri rjett-
ara að orða þetta þannig: Með efnisþunga
líkama er átt við þá tölu, er sýnir, hve mörgum
sinnum líkami sá, sem um er að ræða, er eins
þungur og vatn það, er fyllir jafnstórt rúm.
Þannig er einnig komist að orði í öðrum mál-
um, svo sem dönsku, ensku og fleiri málum, en
í íslensku er það ekki vanalegt, og mun því ekki
þykja rjett vel viðkunnanlegt.
Halldór beygir sig því undir málvenjuna þótt
hann sé ekki alls kostar sáttur við hana og þar
sem orðalagið x er z-sinnum meira en y kemur
fyrir hjá honum hefur það merkinguna x = zy.
Fyrirrennari hans, Ólafur Stephensen, orðaði
þetta líka svona án nokkurra athugasemda
(1785:113):
..., til dæmis: ef eg deili 12 med 4, þá sýnir
qvótinn 3 mer: at 12 seu 3sinnum stærri enn 4,
Öll þau dæmi sem ég hef enn séð í rituðu máli
um orðalagið hafa fyrrgreinda merkingu.
T.a.m. þegar Björn Jónsson (1912:6) talar um
lagarílát sem eru 10 sinnum stærri og 100 sinn-
um stærri en mælieiningin mál þá eru þau
málið tífalt og hundraðfalt. Dæmið úr Nýjum
félagsritum hér á undan (1. kafli) segir líka að
ef sami hlutur kostar á einum stað 3 pund en á
öðrum 16 pund þá er hluturinn rúmlega 5
sinnum dýrari á síðarnefnda staðnum.
En gegnir sama máli þegar sagt var og er, að
ein tala sé svo og svo oft minni en önnur. Eins
og margfaldað er þegar farið er upp á við virð-
ist sem svo að þeir sem á annað borð geta sagt
og skilið að x sé z-sinnum minni en y túlki það
sem að y/z = x; t.d.: 6 er 5 sinnurn minni en 30,
30/5 = 6. Þarna væri þó e.t.v. rökréttara að gilti
að: x = y - zy en málið fer þó ekki alltaf eftir
því sem rökrétt gæti talist. I Tugamáli Björns
61