Mímir - 01.07.1987, Síða 87
lyfti upp hendinni og sagði: Afstyrmið þitt,
þjófurinn þinn, og sló mig fast í andlitið.
Ég heyri að útihurðin lokast niðri. Benni var
alltaf svo líkur pabba. Það sáu allir um leið og
hann fæddist. Ég heyri raddir þeirra niðri og ég
veit að hún er að segja honum frá því. Blóð-
lausar hendur mínar kreppast enn fastar um
haldið á töskunni. Bráðum heyrist þungt fóta-
tak í stiganum, svo opnast hurðin, vinnuskórn-
ir hans Benna birtast í gættinni og hann segir:
Mamma, mamma, ekki einu sinni enn. Hann
er svo líkur pabba. Ég þrýsti mér þéttar að stól-
bakinu og dreg fæturna eins vel undir stólinn
og ég get.
Pabbi þrífur í handlegginn á mér og rykkir
mér á fætur. Ég finn að blóðið byrjar að renna.
Hann togar mig upp tröppurnar af stað heim.
Hvernig gastu gert okkur þetta, segir hann aftur
og aftur. Ég reyni að halda blóðinu í mér, en
það rennur. Mamma þín fékk svo mikið áfall
þegar stúlkan í búðinni hringdi að hún lagðist í
rúmið, segir pabbi. Þú skalt fá hirtingu sem þú
gleymir aldrei. Svoleiðis að þú látir þig aldrei
dreyma um að stela aftur.
Hann heldur fast í höndina á mér og stikar
stórstígur áfram. Ég streitist á móti. Hvað ætlar
hann að gera? Skelfingin grípur um mig ná-
köldum fingrum. Ég streitist á móti blóð-
straumnum en það er ekki hægt þegar maður
neyðist til að hlaupa.
Hebbi, Nonni og ég eigurn öll heima í sömu
raðhúsalengjunni. Ég veit að þeir munu sjá
okkur pabba þegar við förum framhjá.
Mamma hans Hebba verður í eldhúsgluggan-
um eins og venjulega. Og líka hinar konurnar,
en ekki mamma mín því hún er í rúminu að
skammast sín fyrir mig.
En blóðið mun renna.
Hurðin opnast. Vinnuskórnir hans Benna
stíga á rauðu rósina í teppinu. Hvítar blóðlaus-
ar hendur mínar eru þurrar og kaldar. Súkku-
laðið er enn í veskinu.
Þeir brosa brúnum tönnum með súkkulaði-
tauma í munnvikjunum.
Mamma, ætlarðu aldrei að hætta þessu. Það
þýðir ekki að reyna að fela sig bak við skáp
eins og smábarn. Guð minn góður hvað ég
blygðast mín fyrir þig mamma, og Þorbjörg
líka. Hvernig heldurðu að þetta sé fyrir okkur?
Hvernig heldurðu að það sé fyrir Þorbjörgu að
svara í símann og hlusta á kaupmanninn segja
að tengdamóðir hennar sé búðarþjófur? Ha,
mamma?
Hann þrífur í höndina á mér og rykkir mér
upp úr stólnum. Benni hefur alltaf svarið sig í
mína ætt. Hann er svo líkur pabba.
Þú ert með þetta í veskinu þínu er það ekki,
segir hann. Ég þrýsti veskinu að brjóstinu.
Hann togar mig fram á ganginn.
Nú ferð þú og skilar því sem þú tókst.
Nei, Benni, ekki. Ég get það ekki.
Ekki pabbi, ekki. Ég reyni að losa höndina
úr greip hans. Það heyrist hátt í mölinni í inn-
keyrslunni þegar hann dregur nrig áfram. Ég
finn augun stara á mig úr öllum gluggum, og
nú rennur óstöðvandi blóðtaumur niður eftir
lærinu og kálfanum.
Ég streitist á móti. Hvað ætlar hann að gera? Ég
spyrni hælunum niður og mölin ryðst upp í
hrúgu á undan mér þar til hún verður svo stór
að ég hrasa. Pabbi dregur mig áfram, en hann
opnar ekki hliðið heldur hendir mér upp að
girðingunni. Ég veit að öll eyrun í gluggunum
hlusta og hann öskrar: Nú skaltu fá það sem þú
átt skilið, þjófurinn þinn. Ég þrýsti andlitinu
upp að kaldri girðingunni.
Nei Benni, ekki það. Ég gríp dauðahaldi í
stigahandriðið og spyrni við báðum fótum. Ég
grét ekki þá en ég græt núna. I raun og veru var
heldur ekki æsandi að stela þessu súkkulaði.
Og ég veit ekki hvort Hebbi og Nonni eru lif-
andi eða dauðir.
Benni er orðinn rauður í framan. Hann hefur
alltaf verið svo líkur pabba.
Nei Benni, ekki það. Ég græt án tára. Hann
réttir úr blóðlausum, krepptum fingrum mín-
87