Mímir - 01.07.1987, Side 38
inn, eins og ég sé hann, staðsettur; hér er frekar
átt við „yrðingu“ í málfræðilegum skilningi en
rökfræðilegum: átt er við orðræður, ekki rök-
ræður, „vísbendingar“, umsagnir sem hafa
myndrænt gildi. Þessar yrðingar varða aðferð,
bókmenntagreinar, táknið, margræðni, feðrun,
lestur, ánægju.
1. Ekki má líta á textann sem útreiknaniegt
viðfang. Það væri til einskis að reyna að greina
verk og texta í sundur efnislega. Einkum og sér
í lagi megum við ekki leyfa okkur að segja:
verkið er sígilt, textinn framúrstefna; málið
snýst ekki um að reisa nútímanum minnis-
varða og úrskurða vissar bókmenntaafurðir
tækar og aðrar ótcekar út frá aldri: Það getur
verið „Texti“ í mjög gömlum verkum, og
margar afurðir nútímabókmennta eru alls ekki
textar. Munurinn er þessi: verkið er brot af
efniviði, það fyllir hluta af bókarými (t.d. á
bókasafni). Textinn er aðferðafræðilegt svið.
Andstæðan getur minnt á (þó ekki endurskap-
að lið fyrir lið) aðgreiningu sem Lacan stakk
upp á: „veruleikinn" birtist (se montre),
„reyndin“ sannast (se demontre)\ á sama hátt
sést verkið (í bókabúðum, í spjaldskrám, á
námsskrám), en textinn er skýrður með dæm-
um, talaður samkvæmt (eða gagnstætt) vissum
reglum; verkið rúmast í hendi, textinn í tungu-
málinu: hann er aðeins til þegar hann er grip-
inn upp í orðræðu (eða hann er Texti einmitt
af þeirri ástæðu að hann veit sig vera það);
Textinn er ekki upplausn verksins, það er
verkið sem er ímyndað skott Textans. Eða:
reynsla af Texta fœst aðeins með athöfn, fram-
leiðslu. Þar af leiðir að Textinn getur ekki
numið staðar (t.a.m. á jaðri bókahillu); ein-
kennandi hreyfing hans er yfirferðin (hann fer
augsýnilega yfir verkið, fjölda verka).
2. Sömuleiðis nemur Textinn ekki staðar við
(góðar) bókmenntir; Það er ekki hægt að skipa
honum í stigveldi, ekki einu sinni í einfalda
skiptingu í bókmenntagreinar. Það sem liggur
honum til grundvallar er þvert á móti (eða
einmitt) niðurrifskraftur hans hvað varðar
gömlu fiokkunina. Hvernig á að fiokka
Georges Bataille? Er hann skáldsagnahöfundur,
ljóðskáld, ritgerðasmiður, hagfræðingur,
heimspekingur eða dulspekingur? Svarið er svo
óvíst að í bókmenntahandbókum er yfirleitt
ekki minnst á Bataille; raunar hefur hann skrif-
að texta, jafnvel kannski alltaf sama textann. Ef
Textinn kallar á flokkunarvandamál (þetta er
ennfremur eitt af „félagslegum“ hlutverkum
hans) þá er það vegna þess að hann felur
ævinlega í sér hugmynd um jaðar. Thibaudet
talaði oft um (að vísu á mjög takmarkaðan
hátt) jaðar-verk (eins og Vie de Rancé eftir
Chateaubriand, sem okkur virðist nú vera
,,texti“): Textinn er það sem er staðsett við jað-
ar orðræðureglna (skynsemi, læsileiki o.s.frv.)
Þessi hugmynd er ekki mælskufræðileg, við
grípum ekki til hennar til að setja okkur í
„hetjulegar“ stellingar: Textinn reyniralltaf að
staðsetja sig sérstaklega handan takmarkana
kenningarinnar (doxa), (er ekki almenningsálit-
ið, sem Iiggur lýðræðisþjóðfélögum til grund-
vallar, dyggilega stutt af fjölmiðlum, er ekki al-
menningsálitið skilgreint af takmörkunum sín-
um, útilokunarkrafti sínum, ritskoðun sinni?);
sé orðið tekið bókstafiega, má segja að Textinn
sé alltaf þversagnarkenndur (paradoxai).
3. Við nálgumst textann og öðlumst reynslu af
honum í tengslum við táknið. Verkið lokast
um táknmið. Við getum eignað þessu táknmiði
tvenns konar merkingarmáta: annað hvort er
það sagt vera augljóst og verkið þá viðfang
bókstafsvísinda, eða textafræði; ellegar tákn-
miðið er sagt vera dulið og endanlegt, þess
þurfi að leita, og þá er verkið undirorpið túlk-
un, (marxískri, freudískri, þematískri o.s.frv.); í
stuttu máli sagt, verkið sjálft virkar eins og al-
mennt tákn, og eðlilegt er að það sé eins konar
stofnun í siðmenningu Táknsins. Textinn
stundar á hinn bóginn óendanlega frestun
táknmiðsins. Textinn er tafsamur; svið hans er
táknmyndin. Ekki má ímynda sér táknmynd-
ina sem „fyrsta hluta merkingarinnar", efnis-
Iegt anddyri hennar, heldur þvert á móti, sem
eftirkösl hennar: á svipaðan hátt vísar óendan-
38