Mímir - 01.07.1987, Side 89

Mímir - 01.07.1987, Side 89
Starfsannáll Mímis 1985-1986 Þeir sem skipuðu stjórn Mímis veturinn 1985 — 1986 voru Aðalsteinn Eyþórsson formaður, Lára Hreinsdóttir gjaldkeri, Oddný S. Jónsdóttir ritari og Gunnar Þ. Halldórsson meðstjórnandi. Fulltrúar ritnefndar í stjórn voru þau Elín Bára Magnúsdóttir og Kristján Kristjánsson. Fyrsta hefðbundna uppákoma vetrarins var Kraftakvöld, sem var haldið í nóvember 1985 í sal Húnvetningafélagsins í Skeifunni 30. Kvöldið stóð vel undir nafni, um fjörutíu manns mættu á svæðið og skemmtu sjálfum sér og öðrum af miklum krafti fram eftir nóttu. Önnur hefðbundin uppákoma vetrarins var sjálf Jólarannsóknaræfingin. Hún var haldin 14. desember 1985 og var undirbúningur að þessu sinni mestmegnis í höndum sagnfræðinema. Arni Sigurjónsson var ræðumaður kvöldsins og nefndist erindi hans „Bjartur og sveitasælan“. Fjör- ugar umræður spunnust eftir fyrirlestur Árna sem vænta mátti og eftir þær var dans stiginn fram eftir nóttu. Þorrablót Mímis var haldið í Stúdentakjall- aranum 8. mars 1986. Heiðurgestur kvöldsins var Þuríður Baxter og flutti hún sköruglega ræðu að borðhaldi loknu. Um 30 manns mættu og var samkoman vel heppnuð í alla staði. Þá ber að nefna rannsóknarleiðangra félagsins en þeir voru tveir í tíð stjórnarinnar. Sá fyrri var vor- rannsóknarleiðangur er farinn var 19. apríl 1986 í Borgarfjörð. Sveinn Skorri Höskuldsson var farar- stjóri og nutu um 20 Mímisliðar öruggrar leiðsagnar hans þann daginn. Heiðursgestur var Kristján Árnason. Síðari rannsóknarleiðangurinn var farinn í fyrra- haust, nánar tiltekið þann 25. október. Fararstjóri var Matthías Viðar Sæmundsson og leiddi hann um 50 Mímisliða (sem ég held að sé algjört met!) í allan sannleika um sögufræga staði í Árnessýslu. Heiðursgestur var Höskuldur Þráinsson og fór vel á því að hafa Þingeying og Árnesing í fararbroddi. Almennir félagsfundir voru tveir á þessu starfsári. Þann 4. desember 1985 var haldinn fundur til að kynna hugmyndir um breyttan próftíma. Halldóri Guðjónssyni prófstjóra var boðið á fundinn og gerði hann grein fyrir fram komnum tillögum. Ljóst er að sú breyting kæmi misvel niður á deildunum og var stjórn Mímis ásamt námsnefnd falið að semja greinargerð um málið. Þann 9. október s.l. var haldinn félagsfundur og var umræðuefnið tillaga dagskrárstjóra RÚV um stutta útvarpsþætti í hönd- um íslenskunema um bókmenntir. Örfáir mættu^ fundinn en stjórnin fól þeim Gunnhildi Ottósdóttur x og Soffíu Auði Birgisdótturað annast þessi mál. Bókmenntakynning var haldin í Skólabæ 11. desember 1985. Einar Kárason og Sigurður Pálsson lásu úr verkum sínum auk þess sem Svanhildur Óskarsdóttir las upp úr ritverki Vigdísar Grímsdótt- ur, Eldi og regni. Um 30 bókmenntaunnendur mættu og að upplestri loknum spjölluðu íslensku- nemar við skáldin og bar margt fróðlegt á góma. Þann 15. febrúar 1986 gekkst Mímir aftur fyrir bók- menntakvöldi í Skólabæ. Að þessu sinni var það haldið í minningu Jóns Helgasonar. Stefán Karlsson varð við bón íslenskunema að segja frá kynnum sín- um af Jóni auk þess sem lesið var upp úr ljóðum hans og sá Védís Skarphéðinsdóttir um þá hlið. Góð mæting var og stóð samkoman til miðnættis. Síðastliðið vor skipaði stjórn Mímis nefnd sem var falið það hlutverk að annast og undirbúa alla dagskrá sem haldin var í tilefni af 40 ára afmæli Mímis. Nefndina skipuðu þau Guðrún Ingólfsdótt- ir, Guðvarður Már Gunnlaugsson og Sigríður Steinbjörnsdóttir. Afmælisnefndin gekkst m.a. fyrir röð fyrirlestra og var sá fyrsti í höndum Sverris Tómassonar. Fyrirlestur hans fjallaði um Fyrstu málfrœðiritgerðina og menntun á íslandi á 12. öld. Um 50 manns mættu á fyrirlesturinn og spunnust umræðurað honum loknum. í tíð stjórnarinnar komu tveir Ratatoskar út (ófrjálst og háð málgagn stjórnarinnar) og símaskrá Mímis kom út snemma á vorönn 1986. Blað íslenskunema Mimir kom út í apríl s.l. og var það 24. og 25. árgangur. Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnarinnar 1985 — 1986 óska afmælisbarninu alls hins besta í framtíðinni. Oddný S. Jónsdóttir, ritari. 89

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.