Mímir - 01.07.1987, Side 20

Mímir - 01.07.1987, Side 20
Ég vildi ekki letja fólk til að hafa fjölbreytni í svörunum með því að taka fram í upphafi að nota mætti sömu litaheitin eins oft og hver vildi, en ef spurt var hvort endurtaka mætti litarheiti, svaraði ég því játandi, og kom sú spurning upp hjá flestum. 4.2 Almenn umfjöllun Ef einhver fullnægjandi niðurstaða ætti að fást úr prófi sem þessu, þyrfti framkvæmdin að vera öðruvísi. Val lita þyrfti að vera mark- vissara, annaðhvort fullkomið handahóf eða hver litur vandlega hugsaður. Litirnir þyrftu að vera færri, nokkuð þar á að karlarnir væru orðnir þreyttir þegar farið var að síga á seinni hluta litakönnunarinnar. Þátttakendurnir þyrftu að vera miklu fleiri og flokkaðir þæði eftir stéttum og aldri. Þrátt fyrir fyrrgreindar takmarkanir þeirrar könnunar sem ég gerði hlýtur að vera hægt að draga einhverjar ályktanir af henni, þó niður- stöður séu ekki annað en vísþendingar. Mér fannst ég fá mjög eindregnar vísþend- ingar um að munur væri á notkun litaheita hjá konum og körlum. Lítum fyrst á töflu með stigafjölda karla og kvenna í könnuninni. í fremri dálki er fæðingarár, en í þeim aftari stigafjöldi einstaklingsins. Ár Konur Ár Karlar '72 53 '72 44 '71 67 '70 57 '65 52 '68 57 '52 61 '68 56 '43 74 '44 53 '34 54 '33 48 '22 60 '17 57 meðalstiga- fjöldi 60,1 53,1 Tafla 1. Stigafjöldi þátttakenda Munurinn á meðalstigafjölda er ekki mikill, en samt nokkur. Ef hópnum er skipt í tvo jafna hluta eftir aldri og meðalstigafjöldi reiknaður fæst minni stigamunur en milli kynja. Yngri hópurinn hefur þá meðaleink- unnina 55,1 en eldri hópurinn 58,1. Munur- inn á meðalstigafjölda aldurshópanna er því 3 stig, en 7 stig milli kynja. Stigafjöldi '70 '60 '50 '40 '30 '20 '10 Fæðingarár Línurit 1. Samband aldurs og stigafjölda eftir kynjum. Línurit 1 sýnir að þreiddin er meiri í svörum kvennanna en karlanna. A meðan 22 stiga munur er á hæstu og lægstu einkunn hjá kon- unum, er ekki nema 13 stiga munur á hæstu og lægstu einkunn hjá körlunum. E.t.v. hafa karlmenn niðurjörvaðri litaorða- forða en konur. A.m.k. virðist þessi orðaforði vera einstaklingsþundnari hjá konunum en körlunum. 4.3 Vangaveltur um litaheitin sem fram komu í könnuninni Lítum nú nánar á niðurstöðurnar úr áður- nefndri könnun. Karlarnir notuðu frekar grunnlitaheiti en konurnar. Grunnlitaheiti koma fyrir 73 sinnum í svörum karlanna, en 55 sinnum í svörum kvennanna. Þessarniður- stöður eru í fullu samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (shr. 3. kafla hér að fram- an). Karlarnir afmarka líka frekar litina með Ijós- og dökk- en konurnar, hjá þeim eru 40 slík svör en 28 hjá konunum. Það er athyglis- vert að karlarnir hafa 3 litaheiti af þessum toga sem konurnar hafa ekki, þ.e. Ijósrautt, dökkrautt, Ijósbrúnt. Hjá konunum koma tvö 20

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.