Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 73

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 73
Tilbrigði við þetta þema er einnig hrifning hennar á fossinum í 1. kafla. Það svæði, sem ísól leitar einna mest til í náttúrunni, er hraunbreiða inni á heiði sem nefnist Dvergárhraun. Hún kynnist staðnum sem barn og er strax heilluð; .. þar átti hún heim, æfintýraríki. Hún var kóngsdóttir hraunsins . ..“ (bls. 209). Hún fór oft út í hraunið sem barn; „Miklu oftar en nokkurt vit var í, sagði fólkið. ísól hafði gleymt sér í hvert einasta sinn.“ (bls. 209). Hraunið er staður sem ekki ölium er gefið að skilja. ísól hafði, ásamt föður sínum, fylgt þangað Englendingi, „há- Iærðum manni“, og hún lýsir honum sem bjánalega spaugilegum þar sem hann tiplar dauðhræddur yfir „meinlausa urðina og mos- ann". [ísól] langaði til að hrópa: Farðu asninn þinn og láttu elsku mosann minn í friði! Og hún hló af hjarta þegar hún las lýsingu hans á þessu ferðalagi þeirra, þar sem hann líkti hrauninu við steinrunnið eða stirnað djöflaríki, en geigur- inn og skiiningsleysið skein út úr hverju orði. (bls. 209-210) Skemmtilegri lýsingu á hinu villta svæði kvennamenningarinnar er vart hægt að finna. Faðir/Móðir En hvaðan skyldi hið villta náttúrueðli ísólar vera upprunnið? Þar er komið að annarri meginandstæðu sögunnar, nefnilega Faðir/- Móðir. ísól hefur þegið náttúrueðlið í arf frá móður sinni. Persónuleiki Isólar er samsettur úr tveimur ólíkum þáttum, móðureðlinu og föðureðlinu. Þetta er sett upp í sögunni sem skýring á togstreitunni í sál hennar. Frelsis- þráin og náttúruhvötin eru tengdar móðurinni, viljinn til að sinna skyldunni og ganga inn í kvenhlutverk hefðarinnar er kominn úr föður- ættinni. Foreldrar ísólar kynntust þegar faðir hennar, Gunnar Árdal, var á ferð í Ameríku. Móðir hennar, Björk, var fædd í Ameríku því foreldr- ar hennar höfðu „flúið" fsland þegar átti að meina þeim að eigast og gifta móðurina öðrum manni. Móðurafi og amma ísólar eru sem sagt fólk sem hlýðir kalli ástarinnar og lætur ekki kúga sig. Það er lögð mikil áhersla á náttúru- eðlið í móður ísólar. Hún var „heiðið náttúru- barn“ sem elskaði náttúruna og „skildi allt sem var frjálst." (bls. 106). Hún var bæði óskírð og ófermd. Föðureðlið er hins vegar allt annað. Faðir Isólar er vel menntaður og unir sér best við lestur bóka og ástundun þjóðlegra fræða. Hann og hans ætt er fólk sem hefur skynsemina að leiðarijósi og hlýðir kalli skyldunnar fremur en löngunarinnar. Þetta er dregið fram með frá- sögnum af ættmennum úr föðurættinni sem fórnuðu listadraumum sínum fyrir skylduna (málarinn í Straumnesi og systir hans, amma ísólar). Þetta tvískipta eðli, sem ísól hefur þeg- ið í arf, má setja upp í eftirfarandi andstæðu- pör: Faðir/Móðir Skynsemi/Tilfinningar Bæling/Frelsi Menning/Náttúra í þessum andstæðupörum höfum við þrjár af þeim andstæðum sem Héléne Cixous dregur upp sem grundvallar-andstæður í andstæðusýn karlveldisins. Það eru þessar andstæður sem eiga í sífelldri baráttu í sál ísólar. Reyndar hafa áhrifin frá móðureðlinu stórlega minnkað þar sem móðir ísólar deyr við fæðingu hennar og í hennar stað kemur Jóhanna fóstra sem heyrir til hinu svið- inu, sviði föðurins. Jóhanna hefur alla tíð sinnt skyldu sinni og bælt niður tilfinningar sínar. Á yngri árum átti hún unnusta sem var henni sí- fellt ótrúr, en það hvarflaði aldrei að henni að gera neinar kröfur til hans, hennar tilfinningar skiptu aldrei máli — bælingin var fullkomin. Þættir móðureðlisins standa því höllum fæti í baráttunni við þætti föðureðlisins í sál ísólar. Enda hefur föðureðlið fullan sigur að lokum. Hin norræna móðir/Svanurinn Baráttan milli hinna ólíku eðlisþátta í skap- gerð Isólar birtist einna helst í leit hennar að 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.