Mímir - 01.07.1987, Page 23

Mímir - 01.07.1987, Page 23
c) Fjöldi eftir kyni sem segist aldrei nota viðkomandi orð 5.2 Samanburður við erlendar hugmyndir Framangreindar niðurstöður koma heim og saman við hugmyndir Robin Lakoff, sem nefnir ákveðin orð sem hún telur hlutlaus og svo önnur sem hún telur aðeins konur (og karlar úr hástétt) nota: neutrai women only great adorable terrific charming cool sweet neat lovely divine (Lakoff 1975:12 og áfram). Otto Jespersen nefnir líka orð sem hann kallar „rosene tillægsord“, og álítur að séu einungis notuð af konum. Það eru orð eins og yndigt, henrivende og fortryllende. Þetta segir Jespersen sýna muninn á eðli kynjanna: „ . . . forskellen mellem mandens koldere ædrue- ligere og kvindens mere impulsive og folelsesbetonede væsen.“ (Jespersen 1941:166). Það virðist ljóst að munurinn á lýsingar- orðanotkun kvenna og karla er fólginn í því að konur hafa ákveðinn orðaforða sem karlar hafa ekki. Það eru ýmis jákvæð orð, stundum væmin, sem gjarnan eru notuð annaðhvort um ungviði eða fatnað, en hvorttveggja eru umræðusvið sem konur fara oftar inn á en karlar. Hins vegar hafa karlar líklega forða af svo- nefndum grófum orðum, sem þeir nota áber- andi meira en konur, a.m.k. eftir að unglings- árunum lýkur. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið rannsakað hér á landi og hef lítið séð annað en tilgátur um þetta í erlend- um ritum. 5.3 Munur milli aldurshópa Stórum meiri orðamunur virðist vera milli aldurshópa en milli kynja. í súluriti 2 er hópnum skipt í tvennt eftir aldri. Sú elsta í yngri hópnum er fædd 1965 og sú yngsta í eldri hópnum 1952. Hóparnir eru þájafnstór- ir, í yngri hópnum eru 3 konur og 4 karlar en í þeim eldri 4 konur og 3 karlar. Nokkur orðamunur reyndist vera milli ald- urshópanna og það er áberandi að eldra fólkið virðist frekar tileinka sér slangur yngri kyn- slóðarinnar en að yngra fólkið haldi við slangri foreldra sinna. Það voru aðeins fjögur orð sem unglingarnir sögðu, svo einhverju næmi oftar en eldra fólkið, þ.e. kósí, ceðislegt, glatað, meiriháttar. Orðin sem eldra fólkið sagði oftar en það yngra voru aftur á móti sjö: huggidegt, lekkert, ódannaður, röff, glimr- andi, ncdegt og raffínerað (sjá súlurit 2). 23

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.