Mímir - 01.07.1987, Síða 13
Höskuldur: Ég veit það nú ekki, en í einni af
þessum nefndum sem komið hefur verið upp í
Heimspekideild, og ég held að við Eiríkur höf-
um báðir verið í, var verið að ræða þetta sem
Bjarni var að tala um að við erum með dóm-
nefnd og síðan með deildarfund og dómnefndin
skilar sínu áliti og deildarfundur skilar sínu, og
það kemur kannski ekkert fram sérstaklega í
þessu áliti deildarinnar hvað þeir menn telja
sem best vit hafa á málinu, þ.e.a.s. kennararnir
í viðkomandi grein. Og þess vegna vorum við
að velta því fyrir okkur hvort ástæða væri til
þess að fá þeirra álit sérstaklega þannig að
kennarafundur í greininni, t.d. íslensku eða
sagnfræði, væri sá aðili sem léti álit sitt í ljós.
En þá kæmi kannski inn þetta kunningja-
vandamál.
Matthías: Ég fæ ekki annað séð en að hætta á
klíkuskap sé nokkuð mikil innan Heimspeki-
deildar. Æskilegasta staðan er auðvitað sú að
hópur sérfræðinga ráði þessum málum, sér-
fræðinga sem eiga engra hagsmuna að gæta,
innlendra og erlendra.
Höskuldur: Annars hafa menn orðið varir við
að það er hœgt að reka opinbera starfsmenn.
„Hvar á að hola vesalingnum niður?“
Hvert er álit ykkar á æviráðningu kennara?
Matthías: Hún er óæskileg eins og allar ævi-
ráðningar embættismanna.
Höskuldur: Það eru auðvitað ákveðnir gallar
sem fylgja öllum æviráðningum. En það er
kannski erfiðara hér en í stærri þjóðfélögum að
hafa flestar stöður tímabundnar. Þetta var t.d.
prófað þegar lektorar komu fyrst í Heimspeki-
deild árið 1965. Upphaflega voru þær stöður
ekki fastar. Menn voru ekki æviráðnir strax,
heldur bara ráðnir til fimm ára og hugmyndin
var að það yrði skipt um í þessum stöðum. Síð-
ar var þessu breytt og náttúrulega fyrir þrýsting
frá þeim sem fengu þessar stöður því mönnum
fannst að þeir hefðu ekkert öryggi. Aðstæðurn-
ar eru líka öðruvísi hér en sumstaðar annars
staðar þar sem fólk getur ráðið sig til næsta
háskóla. En vegna þess hve samfélagið er smátt
er ekki um mikið að velja fyrir menn. En það
er hins vegar hætta á því að við sem erum bún-
ir að fá þessa æviráðningu bara setjumst á rass-
inn ósnertanlegir, eins og heilagir menn.
Annars hafa menn orðið varir við að það er
hægt að reka opinbera starfsmenn.
Hvað er hægt að reka ykkur fyrir?
Höskuldur: Ég kann nú ekki alveg að hafa
það eftir, en það er fyrir meiriháttar afglöp í
starfi.
Bjarni: Það er alveg ljóst að þetta er eitt af
þeim atriðum sem fylgja bæði kostir og gallar.
Gallar við æviráðningu eru einkanlega tveir. í
fyrsta lagi þá er hætt við að viðkomandi stirðni
í starfi bæði fræðilega og kennslulega. I öðru
lagi veldur þetta því að ungir menn, karlar og
konur, komast ekki að, þ.e.a.s. fá ekki tækifæri.
Á móti þessu mælir svo tvennt. Að öllu jöfnu
má ætla að eftir því sem menn starfa lengur
öðlist þeir meiri reynslu og þekkingu í grein
sinni og í öðru lagi, hvar á að hola veslingnum
niður? Það þýðir ekki að hafa neina ósk sem
ekki er framkvæmanleg. Ef þið vilduð gera
Bjarna Guðnason að einhverjum fínum manni
hér úti í bæ, þá skal ég athuga málið. En svo ég
sleppi allri gamansemi, einhvers staðar verða
vondir að vera. Nú og ég vil bæta því við að ég
þekki ekki það land þar sem ekki er æviráðn-
ing á prófessorum og ég held að stafi fyrst og
fremst af því að menn telji að yfirleitt eigi
menn að vaxa að þekkingu í fræðum sínum og
það eigi að vega á móti íhaldssemi og leiðind-
um.
Matthías: En er þá ekki rétt að láta
13