Mímir - 01.07.1987, Síða 5
skapast sjálfsmynd þjóðar og þjóð sem ekki
þekkir sjálfa sig nokkuð vel verður ekki þjóð til
lengdar. Að því leyti held ég að markmið ís-
lenskukennslunnar sé „þjóðlegt“, ef svo má að
orði komast. Ég lít svo á að íslenskunámið sé
fyrst og fremst starfsmenntun, meginmarkmið
þess að þroska og þjálfa fólk í ákveðinni fræði-
grein. Og ég held að það gildi bæði á B.A.- og
cand.mag.-stigum.
Þegar námsskipulagi var breytt fyrir tveimur
árum kvörtuðu margir nemendur yfir því að
kjarnakúrsum skyldi fjölgað og þá kom upp sú
spurning hvers vegna þyrfti að skylda nemend-
ur sem t.d. hefðu einkum áhuga á bókmennta-
fræði til að taka málfræðikúrsa. Var ekki rétt-
lætingin sú, að deildin útskrifaði menn með
réttindi til kennslu í báðum greinum og því
þyrftu þeir að kunna skil á hvoru tveggja?
Eiríkur: Ég held að það sé nú ekki eina rétt-
lætingin. Það er alltaf talað um að íslenska sé
ein grein, og að ekki sé hægt að fást eingöngu
við íslenskar bókmenntir eða íslenska málfræði
án þess að hafa einhverja nasasjón af hinu.
Hins vegar býst ég við að þetta sé sú réttlæting
sem er auðveldast að beita. Nú, þetta með
starfsmenntunarhlutverkið, það má ekki gera
of mikið úr því, en auðvitað verður að horfast í
augu við það að þetta er eina menntunin sem
er í boði fyrir þá sem ætla að kenna íslensku í
framhaldsskólum, þar sem Kennaraháskólinn
menntar bara kennaraefni fyrir grunnskólann.
Mér hefur alltaf fundist að það þyrfti að taka
svolítið meira tillit til þessa, því það er ekkert
gert sérstaklega fyrir þá sem ætla sér að verða
kennarar.
Matthías: Þarf þá ekki að breyta fyrirkomu-
laginu? Leggja niður uppeldisfræðina sem sér-
stakt fag, eða draga hana inn í hinar einstöku
greinar.
Eiríkur: Jú, ég held það. Við getum ekki litið
fram hjá því að við eigum líka að mennta
kennara, eða mennta fólk sem er hæft til að
kenna greinina. Svo bæta menn náttúrulega
einhveiju við sig í kennslu og uppeldisfræði.
Höskuldur: Það fyrirkomulag sem nú er,
með B.A.-stig og kandídatsstig að því loknu
hentar kannski ekkert sérstaklega þessum þætti
sem varðar kennaraefni, því nú fá menn rétt-
indi sem kennarar í framhaldsskólum með því
að ljúka B.A.-prófi og síðan uppeldis- og
kennslufræðum. Ég held að margir reki sig á
það að þeir þyrftu gjarnan meiri undirstöðu í
greininni sjálfri heldur en þeir fá í B.A.-
náminu, þótt það nýtist að sjálfsögðu.
Kandídatsnámið hefur aftur á móti verið snið-
ið meira fyrir fræðimenn en kennara. Og það
er spurning hvort þarna vanti ekki eitthvert
millistig. Reyndar var það aldrei hugmyndin
að þeir sem lykju B.A.-prófi fengju réttindi til
kennslu í framhaldsskólum, en með lögum um
embættisgengi kennara fór þetta svona.
Matthías: Og þess eru dæmi núna að há-
menntaðir menn í faginu hafi engin réttindi á
þessu sviði á sama tíma og fólk með slarkandi
lágmarksmenntun hefur þau réttindi.
Bjarni: Ég vil bæta því við að ég hef lengi
verið þeirrar skoðunar að hlutur uppeldis- og
kennslufræða í náminu hefur verið of mikill.
Nemendur þurfa að taka 30 einingar til þess að
fá réttindi til kennslu og þannig hefur fræðileg
þekking í greinum borið minna vægi en þessi
uppeldisþáttur.
Eruð þið hinir sammála því? Finnst ykkur
vera of mikið lagt upp úr uppeldisfræðunum?
Höskuldur: Það er spurning hvort ekki ætti í
staðinn fyrir það fyrirkomulag sem nú er að
hafa kannski tveggja ára nám að loknu B.A.-
prófi þar sem kennslufræði væri einhver hluti,
kannski ekki 30 einingar heldur eitthvað
minna.
.. ritúal hjá nemendum hvers tíma að
tala um afturúrhátt kennara sinna ...“
Hvað með þróun síðastliðin 10—15 ár, í
kennsluháttum, kennslugögnum og kennsluað-
ferðum?
Bjarni: Mér sýnist að undanfarin ár hafi
þróunin verið í þá átt að fyrirlestrahald hefur
vikið að töluverðu leyti fyrir umræðum. Þetta
er það sem ég vil kalla engilsaxneska kerfið og
skandinavíska reyndar líka. Ég er sjálfur mjög
5