Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 84
Það er nefnilega það. Svo ástin verði ekki
venjuleg svíkur pilturinn hana. Þegar hér er
komið er blekking ástarinnar í leikritinu orðin
augljós. Því verður skilgreining hins óharðnaða
piltungs (þ.e. hann hefur ekki uppgötvað
blekkingu ástarinnar) á ást sem tegund eignar-
réttar yfir hvert öðru, „ég vil að hún dansi“ fár-
ánleg og jafnframt hlægileg.
Á einum stað rekur Matthildur draum sinn
um Árna, þar sem hann sleppur hjá dauða fyrir
tilviljun og mannarugling. Ef sá draumur er
líka á hvolfi er tilvist Árna í tómarúminu með
Matthildi einnig blekking.
Ef benda skal á veikan hlekk í Draumar á
hvolfi, er það í textanum sem stundum verður
einum of flatur og merkingarlaus fyrir heildina.
Vissulega getur merkingarleysi texta verið
merkingarþrungið tákn fyrir innihald leik-
verks, rett ems og það sem ekki er sagt, þagn-
irnar. Slíkt einkennir til dæmis verk Harold
Pinters, Jean Genets og Samuel Becketts. En
það er ákaflega mjótt á milli þess að merking-
arlaus texti sé merkingarþrunginn fyrir leik-
verk, eða merkingarlaus. Merkingarleysi ein-
kennir tal þeirra Áma og Matthildar sem á að
styðja tilfinningakalt sambandsleysi þeirra. Því
miður lendir texti Drauma á hvolfi oft vitlausu
megin við strikið, fellur flatur og verður leiðin-
legur.
Matthildur: En elskan þú ert hreinn.
Árni: Hreinn?.. . Já skínandi hreinn. Ekki þú.
Matthildur: Skítug?
Árni: Stundum.
Matthildur: Egsvitna.
Árni: Og lyktar.
Matthildur: Þú líka . .. oh, mér er svo kalt.
Árni: Veiðarfæri. Eg er afiakvóti árs.
84