Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 60
líkelgt að orðalag af þessu tagi (þriðjungi hærri
o.s.frv.) væri að finna. En bæði fyrir það að
orðalag af þessum toga er ekki ýkja algengt og
án efa meira bundið við talmál en ritmál varð
mér ekki mikið ágengt. Þegar ég var svo heppin
að rekast á dæmi þá var það iðulega svo að
einhverja stærðina vantaði og því ekki hægt að
vita fyrir víst hvað það merkti. Seðlasafn Orða-
bókar Háskólans kom mér heldur ekki að gagni
og fannst forsvarsmönnum Orðabókarinnar
ekki trúlegt að ég fyndi þar nothæf dæmi þar
sem þetta fyrirbæri hefði sjálfsagt ekki verið
haft í huga við söfnun dæma. Því varð að grípa
til annarra ráða hvað það snerti og skoða það
út frá samtímalegu sjónarmiði (sjá 4. kafla). En
dæmi um helmingi meira voru svo að segja á
hverju strái og framan af í merkingunni tvö-
földun. í Konráðsorðabók (1851), hjá Eiríki
Jónssyni (1863), í orðabók Fritzners (1867), hjá
Blöndal (1920 — 1924), í Ensk-íslenskri orða-
bók Arnar og Örlygs (1984) og í Islensku
samheitaorðabókinni (1985) er orðasamband-
inu helmingi meira og/eða hálfu meira gefin
merkingin tvcföldun. Merkingin miklu meira
fyrir þessi orðasambönd er að sjálfsögðu líka til
en hún kemur þessum hugleiðingum ekki beint
við. Fleiri taka undir þessa merkingu orða-
sambandsins helmingi meira: í Nýjum félags-
ritum (1854:184) segir:
...: sauðakjöt er rúmlega 5 sinnum dýrara í
Lundúnum en á Islandi, því að 3 pd. í Lundún-
um eru eins dýr og stundum dýrari en 16 pd. á
íslandi; nú getur hver kaupmaður gefið helm-
ingi meira fyrir kjötið á íslandi, eða eins mikið
fyrir 16 pd. eins og 6 pd. kosta í Lundúnum,...
í kennslubókum sínum í þykkvamálsfræði
(1912) og flatarmálsfræði (1915) notar Halldór
Briem sambandið einnig í merkingunni tvö-
földun. Dæmi:
11. dæmi. Hve breiður og langur er hektari,
sem er rjetthyrningur, þegar lengdin er helm-
ingi meira en breiddin? Svar: 70,71 m og
141,42 m. (K. í f. bls. 65).
í orðabók Menningarsjóðs (útg. 1963) ber aftur
á móti svo við að ein sú skýring sem gefin er á
sambandinu helmingi stœrri er: 100% (50%)
stærri, og er einnig svo í aukinni útgáfu bókar-
innar 1983. Þarna er sem sé kominn til (að vísu
innan sviga) sá skilningur eða merking að
helmingi meira geti merkt 50% meira og þá
ætti samkvæmt því 15 að vera helmingi hærri
tala en 10. Sagan segir að einhverjum reikn-
ingsmönnum hafi dottið í hug að gamli skiln-
ingurinn (þ.e. tvöföldunin) væri ekki rökréttur;
fyrst helmingur af 10 er 5 þá eru það 15 sem
eru helmingi hærri en 10 í stað 20 hjá okkur
hinum.
Þó svo að þessi skilningur kæmi sér ágætlega
fyrir mig sem miða alltaf að öðru leyti við lægri
töluna þegar farið er svona upp á við, og
þannig búið að bjarga mínu kerfi og gera það
rökrétt, er ég þó engan veginn sátt við þau
málalok. Hjá mér þýðir það að hafa helmingi
meira af einhverju að hafa tvöfalt það sem var.
Og því verður ekki breytt (a.m.k. hvað mig
snertir) þó svo að einhverjum finnist það ekki
rökrétt. En ekki duga fyrir nrig rökin að segja
að ég miði við hærri töluna. Svo mikið er víst
að það geri ég ekki nema þá í helmingstilvik-
inu en þá ekki meðvitað. Mér finnst einhvern
veginn eins og þessi helmingur í helmingi
meira hafi ekkert með hálfan að gera; þetta
orðasamband að eitt sé helmingi meira en
annað hafi bara þessa merkingu (þ.e. tvöföld-
un) burtséð frá öllum reikningskúnstum og
rökréttu samhengi. Það er a.m.k. eina skýring-
in sem ég get fundið á þessum viðmiðunarmun
mínum (ég er ekki ein um þennan mun sbr. 4.
kafla); helmingurinn margumræddi er bara
orðinn nokkurs konar atviksorð í þessu sam-
bandi sem fær bara merkingu út frá orðasam-
bandinu í heild. En hitt er annað mál að hjá
sama einstaklingi getur helmingi meira bæði
merkt 50% meira og 100% meira (sjá 4. kafla).
Þeir sem vildu breyta málvenjunni og gera
hana rökrétta (!) vildu lýsa sambandi talnanna
tíu og tuttugu með því að segja að 20 væri
tvisvar hærri eða tvisvar sinnum hærri tala en
10. En eins og Helgi bendir á í grein sinni má
ýmislegt að því finna.
60