Mímir - 01.07.1987, Síða 18

Mímir - 01.07.1987, Síða 18
2. Hugmyndir um mun á kvenna- og karlamáli Flestir eru líklega sammála um að einhver munur sé á málfari kvenna og karla. Lengi hef- ur verið vitað um tungumál ýmissa frumstæðra þjóða, þar sem talsverður munur er á máli kynjanna, jafnvel svo mikill að talað hafi verið sérstakt kvennamál (ekki sérstakt karlamál, að sjálfsögðul). T.d. var Caffre konum í Suður Afríku óheimilt að nefna nöfn tengdafeðra sinna eða annarra karlmanna í ætt eiginmann- anna. Þær máttu ekki einu sinni nefna atkvæði úr nöfnum þessara karla, þó þau kæmu fyrir í hversdagslegum orðum. Konurnar þurftu því að þreyta þeim atkvæðum, þar sem þau komu fyrir svo úr varð sérstakt kvennaafbrigði af tungumálinu (Kramer 1975:44). Danski málfræðingurinn Otto Jespersen, nefnir svona orð tabu orð, eða bannorð, en hér er reyndar frekar um bannatkvæði að ræða. Á fyrrihluta þessarar aldar ritaði Jespersen (1941:164) um mun á máli karla og kvenna. Bæði skrifaði hann um frumstæða þjóðflokka fyrr á öldum og málfarsmun í samtíma sínum. Jespersen talar um að konur og karlar hafi mismunandi afstöðu til málbreytinga. Hann segir að konur fylgi meginstraumum en karlar fari frekar ótroðnar slóðir og leiði þannig mál- breytingar. Gefum honum orðið: Kvinden gár lige ud ad sprogets landevej, manden har langt hyppigere lyst til at smutte ind pá alskens smástier eller selv bane sig helt nye stier, hvor ingen for har trádt. Jespersen talar líka um að konur noti frekar fegrunar- og öfga- og ýkjuorð en karlar, eins og vikið er að í 4.2. Breskar og bandarískar framburðarrann- sóknir hafa leitt í ljós að konur leggja meira upp úr að tala „fágað“ mál en karlar. Þær hafa tilhneigingu til að forðast alþýðumál, en sækja í að tala mál hinna efri stétta. (Sjá t.d. Kramer 1975:45) Tvær danskar konur, Vivian Jensen og Kirsten Storberg Jensen (Togeby 1985:1 13 — 114) komust að þeirri niðurstöðu að konur væru afmarkaðri í tali en karlar, ekki aðeins varðandi litaheiti, heldur á öllum sviðum. Rannsókn þeirra var unnin þannig að þátttak- endur fengu ljósmyndir og undir myndunum áttu þeir að fylla í eyður. T.d. mynd af hjóli með svohljóðandi setningu undir: „Se, jeg har lige malet min cykel_________________“ f eyð- una var svo hægt að skrifa t.d. blá eða marine- blá, allt eftir því hversu nákvæmur þátttakand- inn vildi vera. Annað dæmi er ljósmynd af bif- reið og setningin undir: „Vi har fáet _____________“ Hægt var að setja í eyðuna bil, vogn, ny bil, Citroen, eða eitthvað þaðan af nákvæmara. Niðurstaðan var sú að almennt voru konurnar afmarkaðri í tali, hvort sem um var að ræða liti sem fyrirfram var gert ráð fyrir að konur kynnu nákvæmari skil á, eða orð um bíla. Konurnar höfðu að meðaltali rúmlega 33 afmörkuð (konkret) orð af hverjum 100 en karlarnir20. 3. Rannsóknir á litaheitum 3.1 Flokkun litaheita I erlendum rannsóknum á litaheitum sem kynntar eru í Language ancl Speech, árgöngum 1977 og 1982, eru litaheiti flokkuð í fjóra flokka eftir því hversu nákvæm og/eða flókin þau eru. 1) Grunnlitir (,,basic“) — gulur, rauður, grænn, blár, svartur, hvítur, brúnn, bleikur og grár. 2) Afmarkaðir grunnlitir („qualiFied basic“) a) með öðrum grunnlit — t.d. grœnblár rauðbrúnn. b) með ljós- eða dökk- sem forskeyti — t.d. dökkblár, Ijósbleikur. 3) Grunnlitir afmarkaðir með öðru en segir í 2) („qualified fancy“) — svo sem grasgrœnl, kóngablátt. 4) Sérstök litaheiti („fancy“) — ótengd grunn- litaheitum — t.d. beis, lilla, túrkis. Svör þátttakenda eru svo flokkuð í þessa fjóra flokka og gefin stig; eitt fyrir grunnlit, tvö fyrir afmarkaðan grunnlit o.s.frv. Þessa stigagjöf notaði ég í könnuninni sem sagt er frá í 4. kafla ritgerðarinnar. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.