Mímir - 01.07.1987, Side 65

Mímir - 01.07.1987, Side 65
að skrifa 50%). Eins er með þá sem skrifa 150 í eyðuna í E d). Þeir virðast þá allt í einu miða við hærri töluna án þess að hafa alltaf gert það áður. Þetta finnst mér benda til eftirfarandi: a) Þeir sem ekki hafa ákveðið viðmiðunarkerfi virðast ganga út frá þeirri tölu sem fyrst kemur til sögunnar og virðist þar af leiðandi vera aðalumræðuefnið. Það brást varla ef ég sneri spurningunni við (skipti á eyðu og hærri tölunni) og sagði t.a.m.: „Hvaða tala er fjórðungi hærri en 80?“ að svarið sem ég fékk frá þeim sem annars settu fimmtungur og þriðjungur í A a) og A b) svöruðu að það væri talan hundrað. Það lítur því út fyrir að í sumum tilvikum skipti orðaröðin máli. 2) Það að fá svörin fjórðungur og þriðjungur í A a) og A b) (þ.e. miðað við á víxl við hærri tölu og lægri) finnst mér benda til þess að þeir sem hafa ekki því ákveðnari skoðanir á orðasamböndunum fari léttustu leiðina. Það er t.a.m. auðveldara að setja þriðjungur í A b) en að fara að þvæla með einhverjar prósentur. Stundum fara þessi atriði 1 og 2 saman eins og t.d. í svarinu 150 í E d) (þ.e.a.s. hjá þeim sem ekki miða við hærri töluna að öðru leyti). Það voru hvorki fleiri né færri en 3 einstakl- ingar sem svöruðu báðum liðunum A b) og A c) með helmingi. Kannski stafar það af þeim hringlandahætti sem hefur átt sér stað með helminginn. Það má því gróflega séð skipta þátttakendum í 2 hópa. Þá sem hafa viðmiðunarkerfi og þá sem ekki hafa það. Með viðmiðunarkerfi á ég við þegar í orðasambandinu að eitt sé svo og svo miklu hœrra en annað sé annaðhvort alltaf miðað við hærri töluna eða alltaf við þá lægri. Prósentureikningur virðist lúta sérstöku kerfi. Það væri svo sem hægt að hafa annað viðmið- unarkerfi t.d. út frá orðaröð en einhvern veginn finnst mér það óeðlilegra. Á mjög einfaldaðan hátt mætti því setja úrlausnir áðurgreindra þátttakenda upp á eftirfarandi hátt: Þáttakendur með viðmiðunarkerfi 1 alltaf miðað við hærri tölu 11 alltaf miðað við lægri tölu án viðmiðunarkerfis III miðað við þá tölu sem virð- vera aðalumræðu- efnið IV „léttasta út- reikningsleiðin“ farin i viðmið- uninni Að sjálfsögðu er ekki hægt að setja alla þátttak- endurna beint á sinn stað, það verður að hafa margs konar fyrirvara þar á. Til dæmis halda sumir i II. flokki sig við málvenjuna helmingi meira í merkingunni tvöföldun en miða að öðru leyti við lægri töluna og svo mætti lengi telja. Þó svo að sjálfsagt megi deila um það hversu algengt orðalag af því tagi sem ég kaus að nota í könnuninni er í raun þá held ég að fyrir flesta liðina sé auðvelt að setja orðasamböndin í eðlilegt samhengi. Ekki allra síst í þjóðfélagi þar sem flest virðist ganga fyrir tölum og krónutölum. Það sem mér finnst einna athyglisverðast við niðurstöður könnunarinnar er það hvernig lið- ur E a) kemur út. Á þessum verkfallstímum verður fréttamönnum útvarps og sjónvarps tíð- rætt um það hversu mikið vöruflutningar með bifreiðum hafi aukist. Þeir fullyrða að flutning- arnir hafi aukist um helming. Skyldi það svo vera 50% aukning, 100% aukning eða bara aukning yfirleitt. Um það er ekki gott að spá þar sem ekki var nánar kveðið á um í frásögn- inni. 65

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.