Mímir - 01.07.1987, Side 7

Mímir - 01.07.1987, Side 7
 æskilegt að fyrirlestrar og umræður haldist í hendur. Þetta umræðuform komst í tísku á sín- um tíma og fór dálítið út í öfgar, fannst mér og mörgum félögum mínum í skóla. Það sem við töldum helst gagnrýnisvert á sínum tíma var að það væri heldur of lítið af fyrirlestrum en of mikið. Ég held að það megi alls ekki hafna fyr- irlestrinum sem slíkum; það er nú einu sinni hlutverk kennara í þessum skóla að reyna að miðla ákveðinni þekkingu. Ég vil ekki gera lít- ið úr umræðum og sjálfstæðri vinnu nemenda, en þetta verður að fara saman. Eiríkur: Ég ætti kannski að bæta því við líka, að ég tel fyrirlestra til góða séu þeir góðir og vel undirbúnir. . . Bjarni: Ég er alveg sammála bæði Eiríki og Matthíasi um það að þetta þarf að haldast í hendur, en ég minntist á þetta vegna þess að þegar ég var í skóla þekktist ekkert nema fyrir- lestrarform þar sem menn sátu heilan vetur og hlýddu á fyrirlestra, sem oft voru ágætir og góðir menn fluttu, en menn urðu alveg undar- lega þreyttir að sitja og hlýða á þetta. Þess vegna er ég á þeirri skoðun að þetta eigi að fara saman og ég tel það einmitt góða þróun hvernig þetta hefur breyst. Ég vil að það komi fram, að ég er ekkert á móti fyrirlestrum sem slíkum. Hefur sú þróun sem átt hefur sér stað í fræð- unum skilað sér inn í Háskólann? Höskuldur: Ja, ég veit ekki, það er kannski nær að spyrja einhverja aðra en þá sem eru við skólann. Við verðum að telja okkur trú um að við fylgjumst með, og við ímyndum okkur að sú þróun sem á sér stað fari ekki fram hjá Há- skólanum. Matthías: Ég held það sé fastur siður eða jafnvel ritúal hjá nemendum hvers tíma að tala um afturúrhátt kennara sinna, það eru jafnvel sömu orðin notuð um þessi mál og þegar ég var í skóla og eflaust Iíka þegar Bjarni var í skóla. Ég minni á í sambandi við íslenskar bókmennt- ir, að þar hafa á þessum vetri verið tekin upp nokkur ný námskeið sem ættu að veita nýjum straumum í skólann: myndlestur og ritlist auk fyrirlestraraða. Og ég minnist þess að þegar ég 7

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.