Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 7

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 7
 æskilegt að fyrirlestrar og umræður haldist í hendur. Þetta umræðuform komst í tísku á sín- um tíma og fór dálítið út í öfgar, fannst mér og mörgum félögum mínum í skóla. Það sem við töldum helst gagnrýnisvert á sínum tíma var að það væri heldur of lítið af fyrirlestrum en of mikið. Ég held að það megi alls ekki hafna fyr- irlestrinum sem slíkum; það er nú einu sinni hlutverk kennara í þessum skóla að reyna að miðla ákveðinni þekkingu. Ég vil ekki gera lít- ið úr umræðum og sjálfstæðri vinnu nemenda, en þetta verður að fara saman. Eiríkur: Ég ætti kannski að bæta því við líka, að ég tel fyrirlestra til góða séu þeir góðir og vel undirbúnir. . . Bjarni: Ég er alveg sammála bæði Eiríki og Matthíasi um það að þetta þarf að haldast í hendur, en ég minntist á þetta vegna þess að þegar ég var í skóla þekktist ekkert nema fyrir- lestrarform þar sem menn sátu heilan vetur og hlýddu á fyrirlestra, sem oft voru ágætir og góðir menn fluttu, en menn urðu alveg undar- lega þreyttir að sitja og hlýða á þetta. Þess vegna er ég á þeirri skoðun að þetta eigi að fara saman og ég tel það einmitt góða þróun hvernig þetta hefur breyst. Ég vil að það komi fram, að ég er ekkert á móti fyrirlestrum sem slíkum. Hefur sú þróun sem átt hefur sér stað í fræð- unum skilað sér inn í Háskólann? Höskuldur: Ja, ég veit ekki, það er kannski nær að spyrja einhverja aðra en þá sem eru við skólann. Við verðum að telja okkur trú um að við fylgjumst með, og við ímyndum okkur að sú þróun sem á sér stað fari ekki fram hjá Há- skólanum. Matthías: Ég held það sé fastur siður eða jafnvel ritúal hjá nemendum hvers tíma að tala um afturúrhátt kennara sinna, það eru jafnvel sömu orðin notuð um þessi mál og þegar ég var í skóla og eflaust Iíka þegar Bjarni var í skóla. Ég minni á í sambandi við íslenskar bókmennt- ir, að þar hafa á þessum vetri verið tekin upp nokkur ný námskeið sem ættu að veita nýjum straumum í skólann: myndlestur og ritlist auk fyrirlestraraða. Og ég minnist þess að þegar ég 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.