Mímir - 01.07.1987, Síða 74
1 ífsstefnu, hvaða hlutverk hún eigi að gera að
sínu í lífinu. Á hún að njóta frelsis, óháð
öðrum? Á hún að „fljúga út í heim“ og njóta
ástar og listar? Eða á hún að taka við húsmóð-
urhlutverkinu á föðurjörð sinni, giftast æsku-
vininum Sveinbirni Stefánssyni, fæða af sér
nýja kynslóð og viðhalda þannig ættinni?
Það er ljóst að langanir hennar sjálfrar
standa frekar til hins fyrrnefnda, en faðir
hennar, fóstra og allir úr nánasta umhverfi
óska henni hlutskiptis eiginkonunnar og hús-
móðurinnar. Skylduræknin á sterk ítök í ísól,
hún vill síst af öllu særa sína nánustu. Á henni
hvílir líka mikil ábyrgð þar sem hún er einka-
barn föður síns.
ísól sér þessi tvö hlutverk fyrir sér sem ósætt-
anleg. Það getur ekki farið saman, í hennar
huga, að vera í húsmóðurhlutverkinu og njóta
um leið frelsis og „flugs“. Hún tákngerir þessi
andstæðu hlutverk í mynd Hinnar norrœnu
móður annars vegar og Svansins hins vegar. í
hugleiðingum sínum um frelsið og listina
samsamar hún sig svaninum, þessum sterka og
volduga fugli. Og aðrir sjá hana einnig sem
svan:
Hvað var hann að hugsa? Vildi hann brjóta
þessa sterku vængi - sökkva þessari fannhvítu
álft sem flaug til norðurs, hlýðin sínum dular-
fullu örlögum? (bls. 114).
Þessi orð eru hugsanir rússnessks tónskálds
sem ísól kynntist þegar hún var á heimleið frá
útlöndum á skipi. Með samsömun ísólar og
svansins í huga er vert að minnast atviksins úr
1. kafla bókarinnar þar sem ísól var gefin dauð
álft (sjá hér að framan).
Hin norræna móðir er hins vegar holdi
klædd mýtan um hina óumbreytanlegu og allt-
umveíjandi Móður. Sú hugmynd að barneignir
geti kornið í stað ófullnægðra langana hjá kon-
um, breytt óhamingju í hamingju, harmi í
sælu, skýtur oft upp kollinum í sögunni. Þegar
ísól heimsækir nýbakaða móður, sem var
óhamingjusamlega gift, sér hún gjörbreytta
manneskju, ánægða og hamingjusama móður.
Og þá skýtur upp í huga hennar mynd hinnar
norrænu móður:
Sigrún hafði unnið afrek í kyrþey. Nú komu
sigurlaunin: Þessi fallegi og hrausti sonur. Voru
ekki allir stærstu sigrar konunnar unnir í kyr-
þey? Isól var sem hún sæi yfir aldaraðir — sæi
hina norrænu kyrrlátu konu koma út úr myrk-
viði forsögunnar með barn í faðmi, bjarta og
hrausta, fáláta og trúa. Aldir liðu — umhverfið
breyttist, hættir og heimkynni. En hin norræna
móðir breyttist ekki. Eins og goðborin vera leið
hún gegnum óskapnað og æði, fram til kristni
— allt fram á þennan dag. Geislar stöfuðu af
björtu hári, svala mannvits og blessun trú-
mennsku lagði frá bláum augum. Allt óx — allt
blessaðist, hvar sem hún fór. (bls. 233).
En ekki er Isól fyrr búin að dásama þannig
hlutverk hinnar norrænu móður og komin út
úr húsi Sigrúnar, en hún heyrir kvak í lofti og
sér tvo svani fljúga yfir (bls. 238). Þannig kem-
ur höfundur sífellt togstreitunni til skila, iðu-
lega á snilldarlegan hátt.
ísól gerir sér grein fyrir því að svanurinn á
litla von í baráttunni við hina norrænu móður.
Þegar hún horfir á eftir svönunum fljúga burt
takast andstæðurnar á í huga hennar:
.. . hún elskaði þá af öllu hjarta og allri sál,
fann sig í ætt við ástblindar sálir þeirra. En gæti
hún fylgt þeim eftir? Það yrðu naumast örlög
hennar. Hún var alin upp til þess að dást að
hinni norrænu móður, er var nær almáttug í
þögn sinni og þreki. Henni mundi hún fylgja, af
veikum mætti. Lífið hafði þegar ákvarðað
henni veg. Þann veg mundi hún ganga. Aldrei
fljúga til hafs eins og þessir sterku svanir, er
hún sá hverfa í kvöldljómann — aldrei. (bls.
239, skáletranir mínar.)
Eins og sést á þessari tilvitnun er bælingin á
góðri leið með að verða fullkomnuð. Isól beyg-
ir sig undir það sem hún kallar örlög og
ákvörðun Iífsins, að tilheyra hinum þögla hópi
norrænna mæðra. Það er athyglisvert að hún
skynjar þessi „örlög“ kvenna aldrei sem kúgun
eða vísvitaða viðleitni til að halda hlutverkum
kvenna og karla aðskildum. Guðrún Bjart-
marsdóttir hefur bent á að þannig sé þessu farið
í öllum verkum Huldu:
Konur Huldu eru hins vegar nánast aldrei
kúgaðar af neinum ákveðnum persónum,
hvorki foreldrum né eiginmönnum. Þeim er
74