Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 86

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 86
Guðlaug Richter: En blóðið heldur áfram að renna Hláturinn sauð niðri í okkur á meðan við hlupum framhjá hinum búðunum, hentumst bak við húsið og sturtuðumst niður tröppurnar sem lágu að bakdyrum fiskbúðarinnar. Þá sprungum við. Ólgan hafði brotist um inni í mér á meðan ég gekk rólega um búðina og þóttist vera að skoða hitt og þetta. Þegar ég svo loks lagði hendur á sælgætið og tróð því í vasann langaði mig að reka upp indíánaöskur og dansa. Og nú gusaðist allt út í hlátri og svita. Ég tók allt sælgætið upp úr vasanum og setti það í hrúgu beint ofan á niðurfallið. Svo settist ég á hækjur mér milli stórra fiskikassa. Þá fann ég rakann á milli fótanna og vissi að bráðum færi blóðið að renna. Nonni og Hebbi lögðu sitt sælgæti í hrúguna hjá mínu og settust í neðstu tröppuna beint á móti mér. Og við horfðum bara á allt sælgætið og hvert á annað og hlógum. Fisklyktin og rjóð andlit strákanna og þessi stórkostlega tilfinning sem fylgdi mín- um fyrsta þjófnaði. Ég vissi seinna að hún var í ætt við það sem ég upplifði í rúminu með manninum mínunr sáluga, en það var þó aldrei svona gott. Andlit strákanna brosa við mér, tennurnar eru þaktar brúnni súkkulaðileðju, tungurnar rauðar af brjóstsykri. Þeir eru vinir mínir og ég segi þeim ekki frá blóðinu, hrædd um að þá vilji þeir aldrei leika við mig oftar. Ég kem stólnum með erfiðismununr inn í skotið við skápinn. Ég sest á hann og dreg að mér fæturna. Ég get ekki lengur setið á hækjum mér, hvað þá hlaupið. Og nú blæðir aldrei. En mér líður vel því það eru þrjú stór súkkulaði- stykki í veskinu, sem liggur eins og ungabam í kjöltu minni. Ég heyri að síminn hringir niðri og ég veit hver það er. Búðarstúlkan horfði þannig á mig þegar ég gekk út. Ég kreppi blóð- lausar hendurnar um handfang töskunnar til að stöðva skjálftann. En ég veit að ekkert gerist fyrr en Benni kemur heim í mat. Þorbjörg hef- uralltaf látið hann eiga við mig. Þeir brosa svo breitt að brún súkkulaðileðjan er farin að brjóta sér leið út með munnvikjun- um. Ég stari á andlit þeirra svo skýr í hugskoti mínu eftir öll þessi ár og ég veit ekki hvort þeir eru lifandi eða dauðir. En þeir voru vinir mínir og leikfélagar. Og ég sagði þeim ekki frá því sem getur hent ellefu ára telpu. Voðalega ertu bráðþroska barn, sagði mamma og horfði döpur á mig. Ég fann að hún skammaðist sín fyrir mig og vissi að hún myndi ekkert segja við pabba. Og ég vildi ekki missa Nonna og Hebba svo ég sagði þeim ekkert heldur. Við töluðum ekkert saman, brostum bara og átum, átum og brostum. Svo byrjaði mamma hans Hebba að kalla eins og venjulega: Hebbi, Hebbi, matur. Og þeir fóru báðir og skildu mig eftir í tröppunum með allt sælgætið. Sælgætisbréfið glóði svo fallega í sólskininu. Ég fann að ég gat ekki borðað meira og að blóðið færi alveg að renna. Ég ætlaði að standa á fætur og leit upp. Þá sá ég pabba. Hann stóð fyrir ofan tröppurnar og horfði á mig og ég sá að hann vildi ekki þekkja mig. Kannski vissi hann um blóðið. Hann kom niður tröppurnar. Það heyrðist hátt og ógnandi í brúnu vinnuskónum hans. Ég reyndi að þrýsta bakinu nær veggnum. Hann stansaði beint fyrir framan nrig með fæturna sinn hvoru megin við sælgætishrúguna. Ég leit upp. Hann var svo rauður í framan, svo reiður, og hann 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.