Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 14
prófessora mæla sig við aðra umsækjendur á
ákveðnum fresti?
Bjarni: Ég skal ekki segja, það má vel vera,
en eins og mér finnst málið vaxið þá mæli ég
með því að Bjarni Guðnason hafi æviráðningu.
Þú nefndir sem galla að viðkomandi stirðni í
starfi en kost að hann öðlist meiri reynslu og
þekkingu; er þetta ekki þversögn?
Bjarni: Nei það er ekki þversögn. Menn geta
stirðnað í vissum atriðum, sem fylgir aldrinum,
menn geta stirðnað í mannlegum samskiptum
og orðið „úldnir pungar“, leiðinlegir. En þeir
geta vaxið að þekkingu í fræðunum.
Höskuldur: Þetta kemur líka svolítið inn á
kjaramálin því að eitt af því sem hefur gert
störf hjá ríkinu eftirsóknarverðari en ella og
vegur svolítið upp á móti þessum launakjör-
um, er að opinberir starfsmenn hafa haft meira
öryggi heldur en þeir sem vinna hjá einkafyrir-
tækjum, þar sem þau fyrirtæki geta farið á
hausinn o.s.frv. Og það yrði mun erfiðara fyrir
ríkið að manna þessar stöður ef þetta gilti ekki.
Bjarni: Nú og svo vil ég bæta hér við að ef
fram kemur ungt fólk, karlar og konur, sem er
efnilegt, þá á góður háskóli að geta veitt því
einhverjar stöður; góður skóli sem er í vexti á
að geta séð um að efnilegt fólk komist að við
störf í skólanum og þar með yrði eðlileg endur-
nýjun.
„Konurnar yfirtaki fljótlega íslensk
fræði“
Það er ljóst að mikiö karlaveldi ríkir inn-
an íslenskudeildarinnar ef við lítum á fastráðna
kennara (sbr. orð Bjarna: „úldnir pungar“).
Hverjar eru ástæður þess og er breytinga að
vænta? Saknið þið ekki kvenlegra áhrifa í
deildinni?
Bjarni: Jú vissulega, vissulega. En það er á
þessu ósköp eðlileg skýring sem er sú að konur
sóttu ekki nám í íslenskum fræðum fyrr en eftir
síðasta stríð. Þær voru sérstakt fyrirbæri kon-
urnar sem birtust í deildinni. Fyrsta konan sem
lauk kandídatsprófi var Karólína Einarsdóttir
og ætli það hafi ekki verið í kringum 1950, ég
man það ekki nákvæmlega. Síðan fjölgaði þeim
smátt og smátt. Það segir sig sjálft að karlmenn
eru sjálfkrafa háskólakennarar af því að þeir
höfðu lagt stund á þetta nám, ekki konur. En
núna er sennilega drjúgur meirihluti nemenda
konur og hlutur þeirra meðal kennara á eftir að
aukast verulega. Karlmönnum fækkar stöðugt í
íslenskunámi, þeir vilja vera í bókhaldi og
arðsemi, mér skilst það sé þróunin. En ég held
að það sé ekki gott að hafa annað hvort karla
eða konur við þessi fræði, það verða að vera
þæði karlar og konur.
Þú ert sem sagt viss um að þetta breytist?
Bjarni: Já, ég held að það leiði af sjálfu sér.
Þetta er ekkert mat á körlum og konum; þetta
Ieiðiraf kynskiptingunni í greininni sjálfri.
Höskuldur: Nú er t.d. mikill meirihluti á
B.A.-stiginu konur. En er það eins á Cand.-
mag. stigi?
Bjarni: Já, ég held það.
Eiríkur: Það er síður í málfræðinni. Ég held
að það séu allt önnur hlutföll á Cand.mag-
stigi heldur en á B.A.-stigi. En ef við lítum t.d.
á stundakennara í málfræðinni þá eru talsvert
margar konur í þeim hópi.
.. að virkja sköpunarhæfileika í
manneskjunni..“
I vetur hefur verið boðið upp á námskeið í
ritlist. Hver er afstaða ykkar til þess? Sam-
ræmist það markmiði kennslunnar? Nú kom
það ekki fram í svari við fyrstu spurningunni að
við ættum að framleiða skáld í þessu námi.
Höskuldur: Þetta tengist náttúrulega fyrstu
spurningunni líka og öðru því sem við ræddum
um skipulag námsins. Það er ekki víst að þetta
ritlistarnámskeið falli mjög vel inn í skipulagið
eins og það er núna. Ef við hugsum um B.A.-
stigið sem svona grundvallarþekkingu eins og
Bjarni sagði, eða til að kenna fólkinu að lesa,
eins og Matthías sagði, þá er þetta náttúrulega
hvorugt af því. Þetta er svona frekar einhvers
konar starfsnám. Maður gæti þá frekar hugsað
sér að það ætti við sem einhvers konar viðbót
við B.A.-stigið, ef fara ætti eftir einhverri svona
skiptingu. Og menn fengju þá t.d. að taka þetta
í staðinn fyrir uppeldis- og kennslufræði.
14