Mímir - 01.07.1987, Side 76

Mímir - 01.07.1987, Side 76
götvunum í læknisfræði, sem koma munu öllu mannkyni til góða ef vel gengur. En ekkert af þessu veit ísól þegar ástin lýstur hana: Allt í einu — það var eins og elding snerti hjart- að. — Hver átti þennan málróm? Hvaða rödd var það, sem hóf sig til ilugs, eins og svanur yfir allar aðrar raddir? Og þó svo ljúf og Iág. Isól hlustaði af allri sál, röddin kom á ný og smaug eins og sólargeisli inn í sál hennar. Allt varð bjart og hlýtt... (bls. 267). ísól spurði ekki hvað væri að gerast, heldur barst eins og sofandi vatnslilja til og frá á sól- glitrandi öldum, sæl, sæl. (bls. 268). Þessar tilfinningar kallar rödd snillingsins, ein og sér, fram. Isól elskar hann af öllu hjarta áður en hún hefur litið hann augum. Már endur- geldur vitanlega ást hennar og samband þeirra verður heitt og náið — en stutt. Már Loftsson fer til vígstöðvanna til að stunda vísindarann- sóknir og fellur skömmu síðar fyrir kúlu sem rataði inn í tjaldbúðir rauðakrossdeildarinnar. Sagan af ástarævintýri ísólar og Más þjónar ákveðnum tilgangi innan lögmála sögunnar (hvort sem um draum eða veruleika er að ræða). Nú þegar ísól hefur upplifað „það stærsta“ getur hún snúið heim í dalinn og tekið við því hlutverki sem henni var ætlað frá byrj- un. Hún hefur upplifað drauminn og því ,,blossar“ hvorki né „brennur“ í sál hennar lengur. Ef lífið launar nokkuð þá launar það tryggð. Sje nokkuð hreint í heimi er það heimilisbyggð.15 Þegar ísól snýr aftur til íslands liggur faðir hennar á banabeði. Þegar hann er dáinn er henni ekkert að vanbúnaði að taka við hús- móðurhlutverkinu í Klausturdal. Sveinbjöm snýr einnig heim, erlendis frá, og þau undirbúa brúðkaup sitt. Titill brúðkaupskaflans, „Komi mjúk til mín,“ er vísun í sálm frá 13. öld eftir Kolbein Tumason.16 Sálmurinn er ákall til 15Hulda, Þú hlustar vör, Akureyri 1933, bls. 72. Guðs um miskunn og huggun á sorgarstundu. Allur frásagnarmáti kaflans er saknaðarfullur og þunglyndislegur þannig að lesandi fær á til- finninguna að verið sé að undirbúa jarðarför en ekki í brúðkaup. Þetta jarðarfarar þema er sí- endurtekið í kaflanum: Það var sem hún dveldi í sokkinni Eden, dýpst niðri á sævarbotni og heyrði úthafið með öllum sínum þunga niða yfir sér . .. Glöð — nei það var hún ekki. En friður fullnægingarinnar bjó í sál hennar, eins og perla á hafsbotni. (bls. 330). Nú hefur „sál hennar fundið frið“ eins og sagt er í jarðarfararræðum prestanna. Og Eden á sjávarbotni hefur augljósa skírskotun til Para- dísar á himnum. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið gengur Isól út í náttúruna og kveður hana. Isól litla, kveddu nú heiðina þína og dalinn. Eftir þrjá daga verður þú horfin úr mannheimi. Eftir þrjá daga gengur hér ung kona með manni sínum, húsfrúin í Klausturdal. ísól litla með dökka hárið og draumaaugun og æfintýrin sín öll verður horfin og má ekki koma aftur. Keltneska blóðið á ekki heima í húsfreyjuæð- um, hið norræna á að ráða, héðan í frá. (bls. 339, skáletranir mínar.) Hér sjáum við aftur hinar ósættanlegu and- stæður rísa upp. ísól kveður Náttúruna og sam- lagast Menningunni. Hinn frjálsi svanur hefur vikið fyrir rjúpunni sem kúrir við barm Sveinbjarnar (bls. 346). En þó er bælingin ekki fullkomnuð enn, því hin norræna móðir má ekki efast andartak eða bera þungan hug. Fyrsta bam ísólar og Svein- bjarnar deyr og ísól túlkar það sem refsingu Guðs fyrir óheilindi sín í garð Sveinbjarnar og hjónabandsins. Komið höfðu þær stundir, meðan hún bar son- inn undir brjósti, að hún hvarf frá því, sem hamingjan hafði gefið henni, gekk á fund liðins tíma, dáins vinar, kveinandi innst í sál sinni, 16Sálminn má m.a. sjá í Kock, Norsk-íslansk Skjaldediktning 2. Lund 1949, bls. 30. 76

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.