Mímir - 01.07.1987, Page 53

Mímir - 01.07.1987, Page 53
eins og Guð sem skapaði allt þá heldur hann sig utan og ofan og aftan við handarverk sín, ósýnilegur, slípaður uns hann hverfur, áhuga- laus og snyrtir á sér negiurnar. Nýsköpun inntaksins Að Iokum róast Adam. Eitt er að minnsta kosti alveg ljóst eftir rannsóknaræðið sem rann á hann: skipan tungumálsins er ekki algild. Þetta ýtir undir réttmætar efasemdir um að paranirnar á merkingartengdu keðjunum og hinum menningarlega alheimi merkinga, eins og settar voru fram sem kerfið í (2), þær kunni eftir allt saman að vera ekki að öllu ieyti algild- ar. Loks finnur hann sig knúinn til að draga í efa heildaríjölda þeirra menningareininga sem kerfið hafði parað svo snoturlega við þær keðj- ur af runum sem hann var að enda við að eyði- leggja. Nú fer Adam að huga að rannsóknum á formi inntaks. Hver sagði eiginlega að Blátt væri Óætt? Adam færir sig um set burt frá viðteknum merkingum að heimi reynslunnar, þar sem hann hittir aftur fyrir hin efnislegu merkingarmið. Hann tínir bláber og étur það: berið bragðast ágætlega. Fram að þessu hefur hann vanist því að sækja allan vökva sem hann hefur þurft í rauð aldin, en nú uppgötvar hann að (blá)vatn er prýðilegt til drykkjar og fær raunar sérstakt dálæti á því. Aftur grípur hann sú forvitni sem hann fann fyrst fyrir eftir til- raunina í (11): það er ekki ósennilegt að til séu ýmis stig af rauðu, blóðrautt, sólarrautt, epla- rautt eða rauður litur ýmissa grasa og runna. Enn á ný flysjar Adam utan af inntakinu og uppgötvar alveg nýjar menningarkvíar (þetta þýðir nýja hluta veruleikans til að skynja) sem hann þarf að skapa ný nöfn til að tákna, og það reynist honum auðvelt. Hann myndar flóknar runur til að tákna þessar nýju kvíar og finnur upp nýjar formúlur fyrir orðum svo hann geti tjáð reynslu sína með staðreyndadómum. Reynslan er því næst heimfærð með semíótísk- um dómum upp á tungumálið sem þenst út. Tungumálið þrútnar í höndum hans og veröld hans stækkar og verður fyllri en áður. Það er augljóst að hvorki tungumálið né heimurinn er nálægt því eins samhljómandi né einradda og áður þegar allt var eins og í (1), en hann skelfist þó að minnsta kosti ekki lengur mótsagnirnar í málkerfinu þeirra; það er sökum þess að mót- sagnirnar neyða hann að öðru leytinu til þess að sjá upp á nýtt formið sem hann gefur heim- inum, en að hinu ieytinu hvetja þær hann til að nýta sig vegna alls kyns möguleika á skáldlegum áhrifsbrögðum. Allt verður þetta til þess að Adam uppgötvar að Regla er ekki til sem slík; hún er aðeins einn af óendanlega mörgum háttum sem koma stundum ró á óreglu. Ekki er að orðlengja það að Eva heldur áfram að ota eplinu að Adam. Og þegar Adam hefur loks étið það er hann kominn í þá að- stöðu að hann getur kveðið upp dóminn «epli er gott» sem festir á ný í sessi, þó ekki sé annað, það jafnvægi sem ríkti í kerfinu fyrir Bannlögin. En þetta er bara smáræði og skiptir ekki lengur máli úr því sem komið er. Adam hlaut að fara á brott úr aldingarðinum eftir fyrstu fálmkenndu tilraunirnar með málkerfið. Þarna Iágu mistök Guðs, að fara að raska þeirri einradda samhljóman sem var í þessu frum- stæða málkerfi og setja fram bann sem var margrætt; en eins og títt er um bönn var því ætlað að forbjóða eitthvað eftirsóknarvert. Frá og með þeirri stundu (ekki frá þeirri þegar Adam át eplið í raun og veru) hófst saga heims- ins. Nema Guð hafi vitað fullvel hvað hann var að gera og sett fram bannið til að flýta fyrir fæðingu sögunnar. Eða þá kannski að Guð hafi ekkert verið til og Adam og Eva þá fundið upp á þessu banni til þess einfaldlega búa til mót- sögn í málkerfinu svo þau gætu átt í andríkum samræðum. Ef til vill var þessi mótsögn inn- byggð í kerfið allt frá byrjun og mýtan um bannið hreinn diktur í forfeðrum okkar til þess blátt áfram að koma með einhverjar útskýring- ar á svo hneykslanlegu ástandi mála. Okkur hefur sýnilega borið nokkuð út fyrir þann ramma sem okkar skýrt afmarkaða rann- sókn hefur sett, því henni var ætlað að fást við 53

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.