Mímir - 01.07.1987, Side 19
3.2 íslenskar athuganir
Birgitta Bragadóttir (1986) skrifaði B.A.-rit-
gerð í almennum málvísindum sem heitir:
Grunnlitarheiti í íslensku. Samkvæmt niður-
stöðum Birgittu, sem hún byggir á eigin könn-
un að fyrirmynd Berlin og Kay frá 1969, en
þeir hafa rannsakað litaheiti í nrörgum tungu-
málum, eru grunnlitaheiti í íslensku þau níu
sem talin eru upp í fyrsta flokki hér að framan.
Samkvæmt Berlin og Kay mega grunnlitaorð
ekki vera samsett og ekki tengjast ákveðnum
hlutum eða efnum, og þau þurfa að vera öllurn
töm.
Litaheitin appelsínugulur og Jjólublár eru
líklega öllum Islendingum töm, en samkvæmt
þeirri skilgreiningu að grunnlitaheiti megi ekki
vera samsett, teljast þau ekki vera grunnlita-
heiti í íslensku. Þar sem appelsínugulur og
jjólublár eiga hvergi heima nema í þriðja flokki
hér að framan, hækka þeir einkunnina hjá öll-
um og skekkja þar með í raun heildarmynd
litaheitanna. í ensku teljast báðir þessir litir til
grunnlita, enda bera þeir þar ekki samsett nöfn
heldur heita þeir orange og violet.
Ritgerð Birgittu ljallar ekki sérstaklega um
mun á litaheitum eftir kynjum. Hún víkur þó
lítillega að því að sá munur sé fyrir hendi og
segir:
Karlmennirnir nefna orð eins og jarpur
(hestar), antikhvítur og beinhvítur (málningar-
litir), silfurlitur, gulllitur og brons (málmar), en
konurnar nefna: karrígulur, sægrænn, lillarauð-
ur (-bleikur) og fleiri samsetningar sem miðast
e.t.v. helst við liti á fatnaði eða vefnaðarvöru.
(Birgitta Bragadóttir 1986:30 — 31)
3.3 Um erlendar rannsóknir á litaheitum
í tímaritinu Language and Speech hafa ver-
ið kynntar rannsóknir á notkun litaheita bæði
hjá börnum og fullorðnum.
í rannsókn Elaine Ritch (1977) er þátttak-
endunum skipt í fimm flokka, konum og körl-
um er skipt í tvo flokka hvorum eftir aldri og
fimmta flokkinn skipuðu nunnur.
Helstu niðurstöður þessarar könnunar voru
þær að konur notuðu afmarkaðri litaheiti en
karlar, yngri karlar notuðu afmarkaðri lita-
heiti en þeir eldri, og nunnur notuðu minna af
afmörkuðum litaheitum en aðrar konur
(Ritch 1977:404-410).
Christine C. Sleight og Philip Prinz birtu í
Language and Speech 1982 niðurstöður úr
könnun sinni á notkun litaheita hjá börnum.
Þessi rannsókn sýndi ekki marktækan mun á
notkun Iitaheita milli kynja, aftur á móti
leiddi hún í ljós að eldri stelpurnar notuðu af-
markaðri litaheiti en þær yngri. (Sleight og
Prinz 1982:75-81).
í Language and Speech 1982 eru einnig
birtar niðurstöður úr könnun Ronald
Nowaczyk. Hann fékk engan marktækan mun
á notkun litaheita hjá konum og körlum, þeg-
ar hann lét þátttakendur sjálfa nefna litaheiti.
Hins vegar notuðu karlar frekar grunnliti í
þeim hluta könnunarinnar sem fólst í því að
þátttakendur voru Iátnir para saman litaheiti
og liti. Einnig kom fram í þessum hluta könn-
unarinnar að konur notuðu frekar litaheiti úr
3. flokki (sbr. 3.1.) „rétt“ en karlar (Nowaczyk
1982:257—267). Það má svo deila um það
hvort rétt sé að halda því fram að eitt og
aðeins eitt nafn á ákveðnum lit sé rétt.
4. Könnun á mun á notkun litaorða hjá
konum og körlum
4.1 Framkvæmd
Litakönnunin var framkvæmd þannig að 28
litir voru valdir nokkurn veginn af handahófi
af málningarlitaspjöldum. Reynt var að hafa
einn litareit með hverjum dæmigerðum
grunnlit og nokkra breidd í þeim litum sem
fyrirfram mátti búast við að kynbundin lita-
heiti kæmu fram. Litareitirnir voru klipptir út
af litaspjöldunum og límdirinn á hvíta teikni-
blokk, tveir á hverja blaðsíðu.
Teikniblokkinni var svo flett og þátttakend-
ur beðnir um að svara því hvað þeir kölluðu
hvern lit. Vegna þess að oftast var prófað að
kvöldlagi, var ekki hægt að nota dagsbirtuna
sem hefði verið ákjósanlegast. Því var reynt að
hafa blokkina alltaf undir lampa, þannig að
birtuskilyrði væru sem jöfnust. Prófstaðirnir
voru fjórir.
19