Mímir - 01.07.1987, Síða 32
Það er til lítils að ætla sér að gera grein fyrir
öllum þeim skólum og stefnum sem falla undir
hugtakið táknfræði. Svo margt er nú kennt við
táknfræði að við sjálft liggur að orðið sé að
glata merkingu sinni. En grundvallarhugmynd-
ir táknfræðinnar eru mönnum engu að síður
ennþá tilefni til innblásturs.
Með tilkomu sálgreiningarinnar verður
myndin fjölbreyttari og enn áhugaverðari. Sál-
greining Freuds, og þá sér í lagi endurtúlkun
Jacques Lacan á henni hefur haft ómetanlega
þýðingu fyrir táknfræðina, einkum í Evrópu.
Atferlisfræðin, og að hluta til hin bandaríska
ego-sálfræði, hefur aftur á móti verið uppistað-
an hjá bandarískum táknfræðingum, þegar þeir
fást við ítök málsins í einstaklingnum.
Af þessari upptalningu má álykta að kynn-
ing á táknfræði byrji með útlagningu á sígild-
um kenningum um táknið og tvær hliðar þess,
því næst komi yfirlit yfír stefnur innan greinar-
innar og loks sé endað með huglægri skilgrein-
ingu á táknfræðinni út frá því hvaða sviði
áhugi manns beinist að.
Er táknfræðin vísindi?
Hvert tákn er að sjálfsögðu mjög afmörkuð
stærð, og það sem fræðimenn beina sjónum
sínum aðallega að eru vensl táknanna, tilurð
merkingarinnar (signification), fremur en tákn-
ið (sign) sem óbreytanleg stærð.
Táknfræðin er ekki vísindi í hefðbundnum
skilningi ef með því er átt við að hún þurfi að
hafa afmarkað viðfangsefni og tilteknar aðferð-
ir til að beita á þetta viðfangsefni. Eins og fyrr
segir eru í rauninni engin takmörk fyrir því
hvað er hægt að skilgreina sem tákn og Iesa
sem slíkt. Samt sem áður er það lágmarksskil-
yrði að táknin séu ekki algjörlega tilviljana-
kennd eða algjört einsdæmi. Táknin, sem eru
viðfangsefni táknfræðinnar, verða annars vegar
að vera menningarfyrirbœri (culturally
recognized) og hins vegar tengd lykli
(systematically coded).12 Þau tákn sem tákn-
fræðingar athuga þurfa með öðrum orðum að
miðast við lykla — og þá málfræðireglur — og
vera þekkjanleg sem hluti af sameiginlegri
menningu. Þrátt fyrir þessar takmarkanir eru
viðfangsefnin óþrjótandi. Um þetta segir Peirce
eftirfarandi:
„But what“, some listener (...) may say, „are
we not to occupy ourselves at all with earth-
quakes, droughts and pestilence?“ To which I
repiy, if those earthquakes, droughts and pesti-
lences are subject to laws, those laws being of
the nature of signs, then, no doubt being signs
of those laws they are thereby made worthy of
human attention; but if they be mere arbitrary
brute interruptions of our course of life, let us
wrap our cloaks about us, and endure them as
we may; for they cannot injure us, through
they may strike us down.1 •1
Annað dænti: Einstaklingur reynir að búa til
sitt eigið tungumál, sinn eigin málheim, sem
felur í sér marga lykla. Slíkt tungumál þarf ekki
að vera áhugavert frá sjónarmiði táknfræðinn-
ar, nema því aðeins að það sé jafnframt hluti af
ákveðinni menningu.
Ef táknfræðin er ekki vísindagrein í hefð-
bundnum skilningi geta menn spurt hvort hún
sé sérsvið innan annarrar vísindagreinar,14 eða
hvort hún sé aðferð til að vinna með merking-
arkerfi er gengur þvert á venjuleg fög. En þetta
kemur varla heim og saman við það að hún er
notuð á mörg mismunandi fög og með mis-
munandi aðferðum.
Margt er óljóst um stöðu táknfræðinnar, en
hér skal aðeins bent á að hún hefur verið þeim
hvatning sem leggja stund á hefðbundnar vís-
indagreinar, bæði hug-, þjóðfélags-, náttúru- og
raunvísindi. Spurningin um hvort táknfræðin
sé vísindi segir meira um hvernig við hugsum
um vísindi en um táknfræðina.15
Hvað gerir táknfræðingur?
Til þess að gera ekki hlutina of dularfulla,
mætti kannski spyrja: Hvað gerir táknfræðing-
ur? í staðinn fyrir að spyrja hvað táknfræði sé.
Það gerði Maya Pines, hress blaðamaður frá
New York Times árið 1982, þegar hún ætlaði
að skrifa grein um táknfræði.16 Hún bað
nokkra táknfræðinga um að skilgreina þetta
sérsvið sitt með dæmum. Þar fyrir utan spurði
32