Mímir - 01.07.1987, Side 83

Mímir - 01.07.1987, Side 83
Öll samskipti þeirra eru í gegnum orðin en einmitt þar er samþandsleysið augljósast, þau þekkjast alls ekki neitt. Það er eins og þau séu að hittast í fyrsta skipti eftir langan aðskilnað en samt er eins og þau hafi alltaf verið þarna og saman. Árni: Hvernig þú breyttist og breyttist. Matthildur: Maður getur ekki alltaf verið eins“. (bls. 13) Jafnvei þó þeim myndi takast að nálgast hvort annað með orðunum væri það þlekking, því þau eru síþreytileg. Þau hljóta því að vera og verða hvort öðru ókunnug, sambandsleysi þeirra er eilíft. Árni: Veistu að við tvö konan og ég getum ekki elskað. Piltur: Akkuru? Árni: Kannski af því að það er svo kalt hérna. Piltur: En farið þið ekki bráðum? Árni: Jú . .. heim. En þar er líka kalt. Piltur: Getið þið þá ekkert gert? Árni: Nei. (bls. 20) Allt er kalt í Draumar á hvolfi, meira að segja kaffið. Ef ást er tilfinningalegt samband tveggja persóna, hlýtur sambandsleysi þeirra að vera ástleysi. Matthildur: Nú er mér svo kalt að hjartað mitt hlýturað vera ískaldur steinn. (bls. 12) Tilfinningakuldi á milli Matthildar og Árna er algjör. Því geta þau heldur ekki sært hvort annað. Árni: Það voru engar nætur eins tómar og næt- urnar með þér. Matthildur: Þú svafst eins og hrútur ... (bls. 35) Það er ekki neitt sem heitir ást, tilfinningalegt samband tveggja persóna, það er blekking, um það eru Árni og Matta meðvituð. Það er álíka blekking og þegar karl og kona reyna að sam- einast í kossafaðmlögum en finna þess í stað höfuðleður sín kremjast á milli höfuðkúpanna. Sameiningin er óhugsandi, draumur um ástar- samband er á hvolfi, martröð sambandsleysis og tilfinningakulda. Fólk sýnir ekki hvert öðru sínardýpstu tilfinningar. Matthildur: Ég vil sjá þig gráta . . . Gráttu! (bls. 15) Þá má reyna að renna saman líkamlega í kyn- ferðislegri fullnægju. Matthildur: Ég er brjáluð í bringu þína, alveg kolbrjáluð, en ... en ... Árni: Mérerlíka kalt. (bls. 15) Þegar það mistekst einnig og fólki verður sam- bandsleysið meðvitað, leggur það á flótta und- an köldum sannleika tilveru sinnar, óskar sér jafnvel dauða. Árni: Ég er dauður. Matthildur: Þú ert ekkert dauður... Árni: Ég er farinn . .. hókus pókus ... Ég er farinn. Matthildur: Þú getur ekki farið“. (bls. 9) Sannleikann er ekki hægt að flýja. Ef æðsta tak- markið, ástarsambandið, er blekking, er stutt í að allt annað sé einnig blekking, jafnvel tilvist- in sjálf. Matthildur: Ég sést... Ég er til... Árni: Nei þú ert ósýnileg, pant vera vitnið“. (bls. 12) Þannig tengist ástleysið tilvistarkreppunni beint. Það er ekki skrýtið að þegar þriðja persónan bætist í samræðuna, óharðnaði piltunginn á mjallhvítu strigaskónum, að hann skuli vera krafinn um skýringu á ástarhugtakinu. Hann lýsir sambandi sínu við stúlku. Piltur: Oft hlakkar maður til að sjá hana, stundum ekki neitt og þá ... þá verður maður að svíkja hana ... því annars er svo mikil hætta á að .. . að ástin verði venjuleg ... Piltur: Það er gott að tala við hana. Það versta við hana er að hún vill ekki dansa. Ég vil að hún dansi. Árni: Hún á að vera stúlkan þín sem dansar? Piltur: Já. (bls. 19) 83

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.