Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 83

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 83
Öll samskipti þeirra eru í gegnum orðin en einmitt þar er samþandsleysið augljósast, þau þekkjast alls ekki neitt. Það er eins og þau séu að hittast í fyrsta skipti eftir langan aðskilnað en samt er eins og þau hafi alltaf verið þarna og saman. Árni: Hvernig þú breyttist og breyttist. Matthildur: Maður getur ekki alltaf verið eins“. (bls. 13) Jafnvei þó þeim myndi takast að nálgast hvort annað með orðunum væri það þlekking, því þau eru síþreytileg. Þau hljóta því að vera og verða hvort öðru ókunnug, sambandsleysi þeirra er eilíft. Árni: Veistu að við tvö konan og ég getum ekki elskað. Piltur: Akkuru? Árni: Kannski af því að það er svo kalt hérna. Piltur: En farið þið ekki bráðum? Árni: Jú . .. heim. En þar er líka kalt. Piltur: Getið þið þá ekkert gert? Árni: Nei. (bls. 20) Allt er kalt í Draumar á hvolfi, meira að segja kaffið. Ef ást er tilfinningalegt samband tveggja persóna, hlýtur sambandsleysi þeirra að vera ástleysi. Matthildur: Nú er mér svo kalt að hjartað mitt hlýturað vera ískaldur steinn. (bls. 12) Tilfinningakuldi á milli Matthildar og Árna er algjör. Því geta þau heldur ekki sært hvort annað. Árni: Það voru engar nætur eins tómar og næt- urnar með þér. Matthildur: Þú svafst eins og hrútur ... (bls. 35) Það er ekki neitt sem heitir ást, tilfinningalegt samband tveggja persóna, það er blekking, um það eru Árni og Matta meðvituð. Það er álíka blekking og þegar karl og kona reyna að sam- einast í kossafaðmlögum en finna þess í stað höfuðleður sín kremjast á milli höfuðkúpanna. Sameiningin er óhugsandi, draumur um ástar- samband er á hvolfi, martröð sambandsleysis og tilfinningakulda. Fólk sýnir ekki hvert öðru sínardýpstu tilfinningar. Matthildur: Ég vil sjá þig gráta . . . Gráttu! (bls. 15) Þá má reyna að renna saman líkamlega í kyn- ferðislegri fullnægju. Matthildur: Ég er brjáluð í bringu þína, alveg kolbrjáluð, en ... en ... Árni: Mérerlíka kalt. (bls. 15) Þegar það mistekst einnig og fólki verður sam- bandsleysið meðvitað, leggur það á flótta und- an köldum sannleika tilveru sinnar, óskar sér jafnvel dauða. Árni: Ég er dauður. Matthildur: Þú ert ekkert dauður... Árni: Ég er farinn . .. hókus pókus ... Ég er farinn. Matthildur: Þú getur ekki farið“. (bls. 9) Sannleikann er ekki hægt að flýja. Ef æðsta tak- markið, ástarsambandið, er blekking, er stutt í að allt annað sé einnig blekking, jafnvel tilvist- in sjálf. Matthildur: Ég sést... Ég er til... Árni: Nei þú ert ósýnileg, pant vera vitnið“. (bls. 12) Þannig tengist ástleysið tilvistarkreppunni beint. Það er ekki skrýtið að þegar þriðja persónan bætist í samræðuna, óharðnaði piltunginn á mjallhvítu strigaskónum, að hann skuli vera krafinn um skýringu á ástarhugtakinu. Hann lýsir sambandi sínu við stúlku. Piltur: Oft hlakkar maður til að sjá hana, stundum ekki neitt og þá ... þá verður maður að svíkja hana ... því annars er svo mikil hætta á að .. . að ástin verði venjuleg ... Piltur: Það er gott að tala við hana. Það versta við hana er að hún vill ekki dansa. Ég vil að hún dansi. Árni: Hún á að vera stúlkan þín sem dansar? Piltur: Já. (bls. 19) 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.