Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 55
A bókasafninu
— kynning á fáeinum fagtímaritum
Bókmenntatímarit í Skandínavíu
Tímarit er mjög gott og nákvæmt orð. Það
eru tengslin á milli tíma og ritlistar, sem eru á
dagskrá, ekki einungis á þann hátt að ritlistin
skráir það sem er uppi í tímanum, heldur
skapar hún einnig tímann. Ef bókmenntatíma-
rit á að teljast gott, verður það að vera skapandi
í þeirn umræðum, sem það tekur þátt í.
Hvað á bókmenntatímarit þá að rúma, ef
takmark þess er að gefa innsýn í bókmenntir og
bókmenntaumræðuna, með aðaláherslu á
heimalandið? Eftirtaldir þættir hljóta að þurfa
að vera á meðal efnis:
Viðtöl; við rithöfunda, fræðimenn o.fl.
Greinar; um einstaka rithöfunda, stefnur og
strauma o.fl.
Þemu; um afþreyingarmenningu/ljóðlist/-
kvennabókmenntir o.fl.
Ljóð/smásögur; bæði eftir byrjendur og
þekkta rithöfunda.
Ritdómar; um nýjar innlendar og erlendar
bækur.
Ádrepur, bréf o.fl.
í Skandínavíu eru til fjölmörg tímarit, sem í
stórum dráttum uppfylla þessar kröfur sem
bókmenntatímarit. Þó eru þau misjafnlega
fræðileg og mörg þeirra sérhæfa sig á tilteknum
sviðum.
Ef ég ætti að benda á eitt, og ekki nema eitt,
bókmenntatímarit frá hverju Iandi í
Skandínavíu, sem mætti nota sem inngang að
bókmenntum og bókmenntaumræðu í landinu,
yrðu eftirfarandi tímarit fyrir valinu:
Noregur: Vinduet. Gyldendal.
Svíþjóð: BLM. Bonniers Litterára Magasin.
Bonniers.
Danmörk: Fredag. Tidsskrift for litteratur,
kultur og politik. Gyldendal.
Eins og sjá má eru það stærstu forlögin í
Skandínavíu, sem gefa út þessi rit; langflest af
hinum stærstu forlögum hafa þann metnað að
þau gefa út bókmenntatímarit og á íslandi á
þetta sér hliðstæðu í Tímariti máls og menn-
ingar en það líkist kannski mest þeim tímarit-
um sem eru til umfjöllunar hér.
Noregur: Vinduet
Vinduet hefur komið út fjórum sinnum á ári
síðan 1946. Núverandi ritstjóri er rithöfundur-
inn Jan Kjærstad (fæddur 1953). Úr síðustu ár-
göngum Vinduet má benda á eftirfarandi dæmi
um ofangreinda þætti:
Viðtöl; við 0ysteinn Lonn (4/86), Karin Moe
(4/86), Dag Solstad (3/84).
55