Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 55

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 55
A bókasafninu — kynning á fáeinum fagtímaritum Bókmenntatímarit í Skandínavíu Tímarit er mjög gott og nákvæmt orð. Það eru tengslin á milli tíma og ritlistar, sem eru á dagskrá, ekki einungis á þann hátt að ritlistin skráir það sem er uppi í tímanum, heldur skapar hún einnig tímann. Ef bókmenntatíma- rit á að teljast gott, verður það að vera skapandi í þeirn umræðum, sem það tekur þátt í. Hvað á bókmenntatímarit þá að rúma, ef takmark þess er að gefa innsýn í bókmenntir og bókmenntaumræðuna, með aðaláherslu á heimalandið? Eftirtaldir þættir hljóta að þurfa að vera á meðal efnis: Viðtöl; við rithöfunda, fræðimenn o.fl. Greinar; um einstaka rithöfunda, stefnur og strauma o.fl. Þemu; um afþreyingarmenningu/ljóðlist/- kvennabókmenntir o.fl. Ljóð/smásögur; bæði eftir byrjendur og þekkta rithöfunda. Ritdómar; um nýjar innlendar og erlendar bækur. Ádrepur, bréf o.fl. í Skandínavíu eru til fjölmörg tímarit, sem í stórum dráttum uppfylla þessar kröfur sem bókmenntatímarit. Þó eru þau misjafnlega fræðileg og mörg þeirra sérhæfa sig á tilteknum sviðum. Ef ég ætti að benda á eitt, og ekki nema eitt, bókmenntatímarit frá hverju Iandi í Skandínavíu, sem mætti nota sem inngang að bókmenntum og bókmenntaumræðu í landinu, yrðu eftirfarandi tímarit fyrir valinu: Noregur: Vinduet. Gyldendal. Svíþjóð: BLM. Bonniers Litterára Magasin. Bonniers. Danmörk: Fredag. Tidsskrift for litteratur, kultur og politik. Gyldendal. Eins og sjá má eru það stærstu forlögin í Skandínavíu, sem gefa út þessi rit; langflest af hinum stærstu forlögum hafa þann metnað að þau gefa út bókmenntatímarit og á íslandi á þetta sér hliðstæðu í Tímariti máls og menn- ingar en það líkist kannski mest þeim tímarit- um sem eru til umfjöllunar hér. Noregur: Vinduet Vinduet hefur komið út fjórum sinnum á ári síðan 1946. Núverandi ritstjóri er rithöfundur- inn Jan Kjærstad (fæddur 1953). Úr síðustu ár- göngum Vinduet má benda á eftirfarandi dæmi um ofangreinda þætti: Viðtöl; við 0ysteinn Lonn (4/86), Karin Moe (4/86), Dag Solstad (3/84). 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.