Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 85

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 85
Matthildur: Hvað varstu að segja? Árni: Það er langt síðan ég hef átt frí. (bls. 3) Tilfinningatengsl Árna og Matthildar eru eng- in, því er ekki heldur um neina tilfinninga- spennu að ræða með tilheyrandi útrás og upp- gjöri, dramatísk tilfinningaátök eru engin. Það merkir þó ekki að átök séu ekki til staðar í verkinu. Þau birtast í gegnum orðin og einnig þarerútrásin. Árni: Öll hljóðin sem týnast, safnast saman í loftinu og þegar þar er orðið pakkað kemur hávaðarok og loftið tæmist. (bls. 30) Undir lok þriðju senu losnar um uppsafnaða spennu leiksins, hávaðarok brestur á, með tali. Matthildur: Hvað þarf ég að horfa á þig lengi núna? Árni: Þangað til þú horfirá mig næst. Matthildur: (hlæjandi) Hvað þýddi nú þessi setning? Árni: (Þrífur í handlegg hennar, rödd hans verður ankannaleg) Hún þýddi það sem hún þýddi og ekkert meira en það. Þangað til þú horfir á mig næst. (snýr frá henni) Þetta var ekkert öðru vísi setning. Bara venjuleg setning. Eins og allar setningar . .. (bls. 33) Hér brotnar Ámi saman. Ástæða þess er vegna orðanna sjálfra. Matthildur mátti ekki hlæja að orðum Áma og því síður spyrja um merkingu. Árni: Það má ekki hlæja að orðum annarra. (bls. 34) Skömmu síðar drepa þau einmitt á merkingar- Ieysi orðanna. Matthildur: Við vildum aldrei tala svona reglu- lega saman . .. Árni: Já um málin. Matthildur: Já um málin .. . En þú talar líka svo skemmtilega um allt annað .. . Þú bullar svo yndislega. (bls. 36) Þau eru sér fyllilega meðvituð um merkingar- leysi orðanna. En þau vita líka að þau fá engu um það breytt. Að tala saman um merkingar- leysi samtalsins er hættuleg þverstæða, því bulla þau, helst yndislega, eða tala um kuldann eða reyna að skilgreina það sem ekki er hægt að skilgreina, ástina. Allt snýst þó urn það sama, sambandsleysi þeirra, þrá eftir tilfinningalegu sambandi sem getur ekki orðið annað en draumur. Orðin fjar- lægja þau frá þessu markmiði, orðin einangra menn frá hver öðrum í stað þess að sameina þá. Tilfinningar sínar tjá menn ekki, þær eru ekki hægt að færa í orð. Hver kannast ekki við merkingarlausa orð- ræðu milli manna sem ekkert hafa að segja hver við annan: „Hvað segirðu? Allt ágætt, en þú? Jú allt gott“, þúsund sinnum. Síðan tekur yfirborðssnakkið við, djúpmerking þess er „heyrðu ég hef ekkert við þig að segja, þegiðu því eða farðu“. Slík framkoma væri auðvitað fatal fyrir báða aðila. Því sættum við okkur við merkingarleysi orðanna, þau eru kannski það eina sem við getum haldið í meðan við kunn- um ekki að þegja saman og lesa hvers annars hugsanir og tilfinningar. Árni og Matthildur gefast upp og hoppa út urn gluggann fullan af skýjum, ofarlega á há- hýsinu. Kannski það hafi loks sameinað þau. Tíminn er enginn í Draumar á hvolfi, og einnig allur. Árni: Hvað erum við búin að vera hérna lengi? Matthildur: 25 stundir .. . (bls. 1) Matthildur: Það kemur ekki neitt á undan neinu. Ekki neitt. Þetta er allt saman ein stund. Ein og hin sama stund endurtekin með byrjun í enda og enda í byrjun. (bls. 26) Einþáttungurinn Drawnar á hvolfi endar þar sem hann byrjar og hann byrjar þar sem hann endar. Ástlaust ástand Áma og Matthildar er endalaust. Þessi ágæta frumraun leikskálds er vonandi vísir að meiru. Eg reyni ekki að skilgreina Drauma á hvolfi til hlítar, slíkt er jafn vonlaust og viðleitni persónanna til að skilgreina ást. Eitt skýtur samt aftur og aftur upp í huganum, það var aldrei spilað á fiðiuna góðu, liggjandi á sviðinu, bíðandi samruna boga og strengja. Kannski líka eins gott. Freyr Þormóðsson 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.