Mímir - 01.07.1987, Page 28

Mímir - 01.07.1987, Page 28
Keld Gall Jergensen: Hvað er táknfræði? Learned logic’s dull deductions Leave no liveable concoctions Wisdom-ward carry us, Whimsy-winged Pegasus! PIETHEIN Inngangur Vinir og kunningjar mínir spyrja mig oft: „Hvað er eiginlega táknfræði“? — en við þá grein segist ég fást. Án þess að koma nánar inn á hvaða ástæður þúi að baki slíkri spurningu, verð ég að viðurkenna að mér hefur alltaf orðið svarafátt. Spurninguna ber oftast á góma á ferðalögum, í flugvél eða rútu, þar sem svörin vilja verða stutt og ófullnægjandi, og ég hef oft fallið fyrir þeirri freistingu að svara með gagn- spurningunni: „Hvað er eiginlega tungumál?" ef förunauturinn er málvísindamaður, eða: „Hvað er kona?“ ef spumingin kemur frá ein- hverjum sem starfar að kvennarannsóknum. Það skýrir að sjálfsögðu að engu leyti hvað táknfræði er, og að jafnaði varpa ég fram snöggsoðinni skilgreiningu á táknhugtakinu, slæ því föstu að h'ta megi á öll fyrirbæri sem tákn og „lesa“ þau út frá mismunandi tákn- kerfum. Fljótlega er ég kominn út í að tala um þann vanda, sem hugvísindi standa frammi fyr- ir í dag, að þurfa að réttlæta tilvist sína, og anda léttara þegar flugfreyjan grípur fram í fyr- ir mér og býður okkur matinn. Táknið Þegar maður stendur frammi fyrir spurning- unni um hvað táknfræði er, liggur beinast við að geta tveggja manna, sem lögðu grunn að þessari grein, þeirra Charles Sanders Peirce og Ferdinands de Saussure. Hvor í sínu lagi boð- uðu þeir að einhvem tíma í framtíðinni myndi rísa vísindagrein, sem þeir nefndu semiotique eða semiology — fræðin um táknið, en heitið á rætur að rekja til gríska orðsins „semeion“, sem þýðir tákn, sem er ekki það sama og tákn í merkingunni „symbol.“ Saussure taldi að þessi vísindagrein yrði und- irstaða allra mannvísinda, en í huga Peirce var táknfræði nánast það sama og „rökfræði“ í breiðum skilningi og var ætlað að skýra grund- vallarlögmál rökhugsunar. Bakgrunnur þessara tveggja brautryðjenda var afar ólíkur. Charles Sanders Peirce (1839—1914) var Bandaríkjamaður og heimspekingur. Hann var frumkvöðull starf- hyggju, en hann breytti síðar heiti þessarar stefnu sinnar úr „pragmatism“ í „pragmati- cism“, þar sem hann áleit að aðrir hefðu gert kenningu hans að einhvers konar nytsemis- hyggju eða kapítalískri hagkvæmiskenningu. Peirce var efnafræðingur að mennt en um leið afburðamaður í stærðfræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Hann starfaði lengi sem eðlisfræð- ingur, en heimspekin átti þó hug hans allan. Á árunum 1879—1884 kenndi hann rökfræði og heimspeki við Johns Hopkins háskólann sem þá var nýr. Ekki er vitað af hverju endir var bundinn á kennsluferil hans eftir aðeins Fimm ár, en það varð til þess að Peirce dró sig í hlé og einbeitti sér að ritstörfum. 28

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.