Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 28

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 28
Keld Gall Jergensen: Hvað er táknfræði? Learned logic’s dull deductions Leave no liveable concoctions Wisdom-ward carry us, Whimsy-winged Pegasus! PIETHEIN Inngangur Vinir og kunningjar mínir spyrja mig oft: „Hvað er eiginlega táknfræði“? — en við þá grein segist ég fást. Án þess að koma nánar inn á hvaða ástæður þúi að baki slíkri spurningu, verð ég að viðurkenna að mér hefur alltaf orðið svarafátt. Spurninguna ber oftast á góma á ferðalögum, í flugvél eða rútu, þar sem svörin vilja verða stutt og ófullnægjandi, og ég hef oft fallið fyrir þeirri freistingu að svara með gagn- spurningunni: „Hvað er eiginlega tungumál?" ef förunauturinn er málvísindamaður, eða: „Hvað er kona?“ ef spumingin kemur frá ein- hverjum sem starfar að kvennarannsóknum. Það skýrir að sjálfsögðu að engu leyti hvað táknfræði er, og að jafnaði varpa ég fram snöggsoðinni skilgreiningu á táknhugtakinu, slæ því föstu að h'ta megi á öll fyrirbæri sem tákn og „lesa“ þau út frá mismunandi tákn- kerfum. Fljótlega er ég kominn út í að tala um þann vanda, sem hugvísindi standa frammi fyr- ir í dag, að þurfa að réttlæta tilvist sína, og anda léttara þegar flugfreyjan grípur fram í fyr- ir mér og býður okkur matinn. Táknið Þegar maður stendur frammi fyrir spurning- unni um hvað táknfræði er, liggur beinast við að geta tveggja manna, sem lögðu grunn að þessari grein, þeirra Charles Sanders Peirce og Ferdinands de Saussure. Hvor í sínu lagi boð- uðu þeir að einhvem tíma í framtíðinni myndi rísa vísindagrein, sem þeir nefndu semiotique eða semiology — fræðin um táknið, en heitið á rætur að rekja til gríska orðsins „semeion“, sem þýðir tákn, sem er ekki það sama og tákn í merkingunni „symbol.“ Saussure taldi að þessi vísindagrein yrði und- irstaða allra mannvísinda, en í huga Peirce var táknfræði nánast það sama og „rökfræði“ í breiðum skilningi og var ætlað að skýra grund- vallarlögmál rökhugsunar. Bakgrunnur þessara tveggja brautryðjenda var afar ólíkur. Charles Sanders Peirce (1839—1914) var Bandaríkjamaður og heimspekingur. Hann var frumkvöðull starf- hyggju, en hann breytti síðar heiti þessarar stefnu sinnar úr „pragmatism“ í „pragmati- cism“, þar sem hann áleit að aðrir hefðu gert kenningu hans að einhvers konar nytsemis- hyggju eða kapítalískri hagkvæmiskenningu. Peirce var efnafræðingur að mennt en um leið afburðamaður í stærðfræði, stjörnufræði og eðlisfræði. Hann starfaði lengi sem eðlisfræð- ingur, en heimspekin átti þó hug hans allan. Á árunum 1879—1884 kenndi hann rökfræði og heimspeki við Johns Hopkins háskólann sem þá var nýr. Ekki er vitað af hverju endir var bundinn á kennsluferil hans eftir aðeins Fimm ár, en það varð til þess að Peirce dró sig í hlé og einbeitti sér að ritstörfum. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.