Mímir - 01.07.1987, Side 8

Mímir - 01.07.1987, Side 8
var í námi hjá Bjarna Guðnasyni, þá eyddum við hálfum vetri, að mig minnir, í eins konar málstofu um bók Lars Lönnrot um Njáls sögu sem þá var nýútkomin. Þannig að ég held að fagið sé tiltölulega opið fyrir nýjum straumum, þó alltaf megi gera betur að sjálfsögðu. „Veröldin er nokkuð stór og ísland er nokkuð lítið.“ Væri ekki leið til að gera enn betur, að fá oft- ar erlenda gestakennara hingað í skólann? Þið í málfræðinni hafið einn slíkan nú; hvernig reynist það? Höskuldur: Það hefur náttúrulega mjög góð áhrif, þegar hægt er að koma því við. Ég sé að Bjarni er hér með reglugerð um rannsókna- stofnanirnar í fræðunum en í henni stendur að hlutverk þeirra sé m.a. að fá hingað erlenda fræðimenn. í 7. grein um Bókmenntafræði- stofnun stendur t.d. að starfsiið hennar eigi að vera m.a. gistiprófessorar, sérfræðingar og styrkþegar, og þetta er hliðstætt í öðrum stofn- unum. Þeir menn sem sömdu þessar reglugerð- ir hafa verið bjartsýnir á að alit yrði fljótandi í peningum til að koma þessu í framkvæmd. En það er ekki hlaupið að því að fá peninga í þetta. Það er undantekningartilfelli núna að hægt var að nýta þessa Fulbright-kennara í ís- lenskum fræðum. Auðvitað leggja erlendir menn stund á þessi fræði og það stendur þannig á með þennan sem er að kenna mál- fræði núna. Það væri kannski hægt að fá hingað einhvern sem leggur stund á íslenskar bókmenntir. Hefur það nokkurn tíma verið gert? Bjarni: Nei, ég man ekki til þess að svo sé, en ég tek undir að það væri mikill fengur að fá hingað fræðimenn að utan, þó það væri ekki nema í stuttan tíma til þess að bera með sér nýjan anda og nýja strauma. Ég sé ekki betur en að við bókmenntamennirnir þurfum að fara að huga að þessu máli. En þetta er vitanlega ekki aðeins spurning um vilja, þótt hann sé nauðsynlegur líka, heldur verður að fá fé. Við þurfum að gera þetta, Matthías. Matthías: Já, en mér finnst vera dálítil oftrú á þessu: sendikennarar koma ekki með heim- inn til okkar, við verðum að skapa hann sjálf. Það sem vantar kannski heist hjá okkur er raunveruleg málstofa, akademískt andrúmsioft, þar sem er unnið saman að því að skoða nýj- ustu kenningar og rannsóknir, og auðvitað ættu nýjustu kenningar í íslenskum fræðum að koma héðan. Bjarni: Þetta er nú auðveldara sagt en gert. Veröldin er nokkuð stór og ísland er nokkuð lítið. Matthías: En við fáumst við bækur, er ekki svo Bjarni, og þær er hægt að fá í póstkröfu að utan á einum mánuði. Að auki talar veröldin ekki íslensku. Matthías: Sendikennarar koma ekki með heiminn til okkar, við verðum að skapa hann sjálf Ertu á móti því, Matthías, að fá hingað sendikennara? Matthías: Nei, síður en svo og langt í frá. Ég vildi bara benda á að það verður enginn há- skóli raunverulega góður nema af eigin afli. Teljið þið að kennarar og nemendur hafi alltaf aðgang að nýjustu fræðibókum í hverju fagi? Höskuldur: Nei, það eru auðvitað alltaf 8

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.