Mímir - 01.07.1987, Síða 59

Mímir - 01.07.1987, Síða 59
Auður Einarsdóttir: Helmingi meira 0.Inngangur í grein Helga Hálfdanarsonar (1985), sem ber heitið Fimm sinnum fimm eru tuttugu, gerir Helgi að umtalsefni tiltekna notkun talna sem hann kallar fasta og rökrétta málvenju. Ég komst að því að þessi umrædda málvenja er ekki mín málvenja og því fór ég út í það að kanna lítillega hvernig þessu væri háttað hjá öðrum. Það sem hér um ræðir er í sem stystu máli það hvaða merking er fólgin í því þegar einhver segir að eitthvað sé svo og svo miklu hærra (stærra, dýrara o.s.frv.) en annað. í fyrsta kafla eru það sambönd eins og t.d. þriðjungi hœrri sem eru til umræðu; annar kafli fjallar um orðalag eins og til að mynda fjórum sinnum hœrri og þrefalt hærri og sá þriðji um helmingsaukningu og prósentur. í fjórða kafla segir frá samtímalegri könnun á notkun fyrr- greindra sambanda. í fimmta kafla eru svo nið- urstöðurnar dregnar saman. 1 Það sem málið snýst um er það við hvað skuli miðað þegar tvær stærðir eru bornar sam- an. Um það er víst ekki deilt að talan tíu sé helmingi lægri en talan tuttugu og til skamms tíma voru velflestir sammála um að tuttugu væri helmingi hærri tala en tíu (sbr. síðar). En hvernig er þá sambandi talnanna fimmtán og tuttugu háttað? Er 20 þriðjungi eða fjórðungi hærri tala en 15 (eða eitthvað enn annað)? Nú er ljóst að það er miðað við hærri töluna, eða hefur verið svo upprunalega, þegar sagt er að 20 sé helmingi hærri tala en 10; 20 er helmingi (sínum) hærri tala en 10 (helmingur af 20 er 10 og þeir 10 að viðbættum þeim 10 sem fyrir voru gefa 20). Skyldi þá ekki vera eins farið með samband hinna talnanna þ.e. 15 og 20? Ef við miðum við hærri töluna (20) þá ætti sam- kvæmt því að gilda, að 20 er fjórðungi (sínum) hærri tala en 15. Og þannig ætti það alltaf að vera þegar tvær stærðir eru bornar saman á þennan hátt; x er z-hluta (sínum) hærri en y (þ.e. y + x/z = x)? Við hefðum þá þetta fína rök- rétta kerfi þar sem allt gengi upp. En tungumál, eða öllu heldur þeir sem tungumálin tala, velja kannski ekki alltaf leið- ina sem rökrétt gæti talist. Mér er a.m.k. ómögulegt að segja að 20 sé fjórðungi hærri tala en 15. Hjá mér er 20 þriðjungi hærri tala en 15; þ.e. þriðjungur af 15 (=5) að viðbættum 15(15 + 15/3 = 20). Samt er 20 helmingi hærri tala en 10 í mínu kerfi. Er mitt kerfi þá eitt- hvað gallað eða ég svona hræðilega órökrétt í hugsun? Þar sem ég trúði því ekki að ég væri ein um þetta „vandamál“ hóf ég athuganir á því hvernig þetta hefði verið og væri hjá öðrum. Það er kannski rétt að geta þess hér strax að svo virðist sem enginn ágreiningur sé um notkun og merkingu orðalagsins „niður á við“. Það er að segja: 15 er íjórðungi lægri tala en 20, 10 er helmingi lægra tala en 20 o.s.frv. Á þann veginn er kerfið sem sagt „í samræmi“; það er alltaf gengið út frá hærri tölunni. Ég hóf nú að fletta orðabókum og reiknings- bókum ásamt fleiri ritum þar sem mér þótti 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.