Mímir - 01.07.1987, Side 42

Mímir - 01.07.1987, Side 42
Umberto Eco: Gm möguleikana á því að mynda estetísk boð á erlendri tungu Roman Jakobson telur að estetísk notkun tungumáls einkennist af margrœðni og því að boðið vísar á sjálft sig. Með margræðninni öðlast boðið sköpunarmátt til að leika sér með viðurkennda möguleika lykilsins. Hið sama á við þegar myndhvörfum er beitt — sem reynd- ar þurfa ekki að jafngiida estetískri notkun. Estetískt boð verður ekki aðeins til þegar marg- ræðnin leikur á sviði inntaks og forms; þar sem myndhvörfum er beitt innan formlegrar sam- hverfu metónýmískra sambanda til að knýja fram alveg nýjan skilning á merkingarkerfinu og þeim alheimi merkinga sem þá er hliðskip- aður. Til þess að estetískt boð verði til þurfa jafnframt þessu að verða breytingar á tjáningar- hættinum, og þær breytingar þurfa að vera svo afdráttarlausar að viðtakandi boðsins viti ekki aðeins af breytingunni á sviði inntaks ogforms, heldur átti sig líka á því að sjálft boðið er áþreifanleg heild. Með þessu móti ætti hann að uppgötva breytingar á tjáningarhættinum, því það er náið samband milli breytinga á inntaki og breytinga á tjáningarhætti. Og þarna fer boðið að vísa á sjálft sig; það miðlar í leiðinni upplýsingum um eigin samsetningu, og þetta ætti að styðja þá staðhæfingu að í list sé ekki unnt að skilja í sundur form og inntak. Samt sem áður þarf sú meginregla ekki endilega að þýða að ókleift sé að skoða annað sviðið í einu og þá sérstöku starfsemi sem fram fer á hvoru um sig; hún kveður einfaldlega á um það að allar breytingar sem verða á þessum tveimur sviðum hljóti að tengjast hver annarri. í estetískri kappræðu freistast maður ævin- Umberto Eco. lega til að styðja svona fullyrðingar á ofur afstrakt plani. Þegar rannsakandi tekur að styðja mál sitt með dæmum hneigist hann til að vinna með estetísk boð sem þegar hafa verið þróuð og hafa því sínar sérstöku flækjur í för með sér; hér yrðu þær aðgreining ólíkra plana, breytingar á lykli og kerfi, aðferðir sem leiða til nýjunga — allt verður þetta afar örðugt að rannsaka til nokkurrar hlítar. Það er því gagnleg æfing að smíða dálítið vinnulíkan að estetísku tungu- máli; það þarf að rúma nauðaeinfalt tungu- mál/lykil og það á að sýna þær reglur sem estetísk boð hlíta. Þessar reglur skulu rísa úr sjálfum lyklinum en þurfa síðan að hafa bol- magn til að orka til breytinga á lyklinum bæði í 42

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.