Mímir - 01.07.1987, Síða 16
Það tíðkast kannski mest að nemendur vinna
sínar ritgerðir algjörlega sjálfstætt og skila
þeim tilbúnum til kennarans. Finnst ykkur að
það mætti vera meiri samvinna í þessu, t.d.
þannig að nemendur skili uppkasti, eða er það
of mikil vinna fyrir kennarann?
Höskuldur: Ég held að það væri mjög æski-
legt og sérstaklega ef maður lítur ekki bara á
þessar ritgerðir sem eitthvert „pródúkt“ sem
gefur mönnum stimpil, „jú þú náðir þessu og
færð 8.“ En nemendur hafa auðvitað mikið að
gera eins og kennarar. Það hafa verið gerðar til-
raunir með að fá menn til að velja sér ritgerðar-
efni snemma á námskeiðinu og skila einhverj-
um drögum eða áætlun um það. En þetta hefur
bara ekki gengið vel.
Matthías: Raunin er sú að ef þú biður nem-
endur um að skipuleggja sitt nám strax í byrjun
námskeiðsins þá er það örsmá prósentutala
sem gerir það. Og þó þú bjóðist til að hjálpa
nemandanum við ritgerð þá er því ekki alltaf
sinnt.
Eiríkur:. .. ég er alinn upp hjá Höskuldi.
Bjarni: Svo er eitt í þessu sambandi, hve
mikið á kennari að hjálpa nemanda sínum við
ritgerð sína? Það fer auðvitað svolítið eftir því
hvers konar ritgerð er um að ræða. Ef það eru
bara stuttar ritgerðir er það óþarfi. En ef við
tökum til dæmis B.A.-ritgerðir, þá þykir mér
ekki óeðlilegt að nemandinn geri uppkast og
komi með það til kennarans svo hann geti bent
á atriði sem betur mættu fara. En ég held að
það sé ekki eðlilegt að kennari Iesi uppkast
kannski þrisvar eða fjórum sinnum, þ.e. að
kennarinn fari hálfvegis að skrifa ritgerðina.
Það verður að vera einhver millivegur þannig
að nemandinn fái í eitt skipti fyrir öll hug-
myndina að efni, byggingu og því sem hann
ætlar að leggja áherslu á o.s.frv. Síðan verður
að reyna á nemandann. En hann er mjög vand-
meðfarinn þessi meðalvegur, og nemendur
mega ekki misskilja það þótt kennarinn telji
ekki rétt að fara að lesa uppkast að ritgerð
kannski fjórum sinnum. Það er það sem ég á
við.
Eiríkur: Já og þetta þarf auðvitað að vera
með einhverjum skorðum, maður fær kannski
uppkast að B.A.-ritgerð viku fyrir útskrift og
nokkrum dögum eftir er ætlunin að skila henni
endanlega. Þá náttúrulega tekur því ekki að
fara að gera ítarlegar athugasemdir því nem-
andinn hefur hvort eð er ekki tíma til að taka
tillit til þeirra. Þetta vill stundum brenna við.
Matthías: Svo ættu nemendur að vera búnir
að fá það mikla þjálfun í ritgerðasmíð þegar
kemur að B.A.-ritgerð að hægt sé að setja þá út
á sinn eigin sjó.
Bjarni: Mér finnst fullkomlega eðlilegt að
kennari renni yfir uppkast og athugi hvort allt
sé í lagi, hvort stefnan sé rétt. En eftir að það er
orðið ljóst fyrir nemandanum þá verður hann
að bjarga sér sjálfur, þetta er sjálfsnám.
Að síðustu lítil spurning til ykkar, Matthías
og Eiríkur, sem yngstu lektora deildarinnar.
Lítið þið á ykkur sem fulltrúa nýrra viðhorfa?
Eiríkur: Nei, ekki ég. Ég er alinn upp hjá
Höskuldi.
Matthías: Nei ég lít ekki á mig sem fulltrúa
nýrra viðhorfa — það er helst Bjarni. ..
Gunnar Þorsteinn Halldórsson
Halla Kjartansdóttir
Soffía Auður Birgisdóttir
16