Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 65

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 65
að skrifa 50%). Eins er með þá sem skrifa 150 í eyðuna í E d). Þeir virðast þá allt í einu miða við hærri töluna án þess að hafa alltaf gert það áður. Þetta finnst mér benda til eftirfarandi: a) Þeir sem ekki hafa ákveðið viðmiðunarkerfi virðast ganga út frá þeirri tölu sem fyrst kemur til sögunnar og virðist þar af leiðandi vera aðalumræðuefnið. Það brást varla ef ég sneri spurningunni við (skipti á eyðu og hærri tölunni) og sagði t.a.m.: „Hvaða tala er fjórðungi hærri en 80?“ að svarið sem ég fékk frá þeim sem annars settu fimmtungur og þriðjungur í A a) og A b) svöruðu að það væri talan hundrað. Það lítur því út fyrir að í sumum tilvikum skipti orðaröðin máli. 2) Það að fá svörin fjórðungur og þriðjungur í A a) og A b) (þ.e. miðað við á víxl við hærri tölu og lægri) finnst mér benda til þess að þeir sem hafa ekki því ákveðnari skoðanir á orðasamböndunum fari léttustu leiðina. Það er t.a.m. auðveldara að setja þriðjungur í A b) en að fara að þvæla með einhverjar prósentur. Stundum fara þessi atriði 1 og 2 saman eins og t.d. í svarinu 150 í E d) (þ.e.a.s. hjá þeim sem ekki miða við hærri töluna að öðru leyti). Það voru hvorki fleiri né færri en 3 einstakl- ingar sem svöruðu báðum liðunum A b) og A c) með helmingi. Kannski stafar það af þeim hringlandahætti sem hefur átt sér stað með helminginn. Það má því gróflega séð skipta þátttakendum í 2 hópa. Þá sem hafa viðmiðunarkerfi og þá sem ekki hafa það. Með viðmiðunarkerfi á ég við þegar í orðasambandinu að eitt sé svo og svo miklu hœrra en annað sé annaðhvort alltaf miðað við hærri töluna eða alltaf við þá lægri. Prósentureikningur virðist lúta sérstöku kerfi. Það væri svo sem hægt að hafa annað viðmið- unarkerfi t.d. út frá orðaröð en einhvern veginn finnst mér það óeðlilegra. Á mjög einfaldaðan hátt mætti því setja úrlausnir áðurgreindra þátttakenda upp á eftirfarandi hátt: Þáttakendur með viðmiðunarkerfi 1 alltaf miðað við hærri tölu 11 alltaf miðað við lægri tölu án viðmiðunarkerfis III miðað við þá tölu sem virð- vera aðalumræðu- efnið IV „léttasta út- reikningsleiðin“ farin i viðmið- uninni Að sjálfsögðu er ekki hægt að setja alla þátttak- endurna beint á sinn stað, það verður að hafa margs konar fyrirvara þar á. Til dæmis halda sumir i II. flokki sig við málvenjuna helmingi meira í merkingunni tvöföldun en miða að öðru leyti við lægri töluna og svo mætti lengi telja. Þó svo að sjálfsagt megi deila um það hversu algengt orðalag af því tagi sem ég kaus að nota í könnuninni er í raun þá held ég að fyrir flesta liðina sé auðvelt að setja orðasamböndin í eðlilegt samhengi. Ekki allra síst í þjóðfélagi þar sem flest virðist ganga fyrir tölum og krónutölum. Það sem mér finnst einna athyglisverðast við niðurstöður könnunarinnar er það hvernig lið- ur E a) kemur út. Á þessum verkfallstímum verður fréttamönnum útvarps og sjónvarps tíð- rætt um það hversu mikið vöruflutningar með bifreiðum hafi aukist. Þeir fullyrða að flutning- arnir hafi aukist um helming. Skyldi það svo vera 50% aukning, 100% aukning eða bara aukning yfirleitt. Um það er ekki gott að spá þar sem ekki var nánar kveðið á um í frásögn- inni. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.