Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 38

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 38
inn, eins og ég sé hann, staðsettur; hér er frekar átt við „yrðingu“ í málfræðilegum skilningi en rökfræðilegum: átt er við orðræður, ekki rök- ræður, „vísbendingar“, umsagnir sem hafa myndrænt gildi. Þessar yrðingar varða aðferð, bókmenntagreinar, táknið, margræðni, feðrun, lestur, ánægju. 1. Ekki má líta á textann sem útreiknaniegt viðfang. Það væri til einskis að reyna að greina verk og texta í sundur efnislega. Einkum og sér í lagi megum við ekki leyfa okkur að segja: verkið er sígilt, textinn framúrstefna; málið snýst ekki um að reisa nútímanum minnis- varða og úrskurða vissar bókmenntaafurðir tækar og aðrar ótcekar út frá aldri: Það getur verið „Texti“ í mjög gömlum verkum, og margar afurðir nútímabókmennta eru alls ekki textar. Munurinn er þessi: verkið er brot af efniviði, það fyllir hluta af bókarými (t.d. á bókasafni). Textinn er aðferðafræðilegt svið. Andstæðan getur minnt á (þó ekki endurskap- að lið fyrir lið) aðgreiningu sem Lacan stakk upp á: „veruleikinn" birtist (se montre), „reyndin“ sannast (se demontre)\ á sama hátt sést verkið (í bókabúðum, í spjaldskrám, á námsskrám), en textinn er skýrður með dæm- um, talaður samkvæmt (eða gagnstætt) vissum reglum; verkið rúmast í hendi, textinn í tungu- málinu: hann er aðeins til þegar hann er grip- inn upp í orðræðu (eða hann er Texti einmitt af þeirri ástæðu að hann veit sig vera það); Textinn er ekki upplausn verksins, það er verkið sem er ímyndað skott Textans. Eða: reynsla af Texta fœst aðeins með athöfn, fram- leiðslu. Þar af leiðir að Textinn getur ekki numið staðar (t.a.m. á jaðri bókahillu); ein- kennandi hreyfing hans er yfirferðin (hann fer augsýnilega yfir verkið, fjölda verka). 2. Sömuleiðis nemur Textinn ekki staðar við (góðar) bókmenntir; Það er ekki hægt að skipa honum í stigveldi, ekki einu sinni í einfalda skiptingu í bókmenntagreinar. Það sem liggur honum til grundvallar er þvert á móti (eða einmitt) niðurrifskraftur hans hvað varðar gömlu fiokkunina. Hvernig á að fiokka Georges Bataille? Er hann skáldsagnahöfundur, ljóðskáld, ritgerðasmiður, hagfræðingur, heimspekingur eða dulspekingur? Svarið er svo óvíst að í bókmenntahandbókum er yfirleitt ekki minnst á Bataille; raunar hefur hann skrif- að texta, jafnvel kannski alltaf sama textann. Ef Textinn kallar á flokkunarvandamál (þetta er ennfremur eitt af „félagslegum“ hlutverkum hans) þá er það vegna þess að hann felur ævinlega í sér hugmynd um jaðar. Thibaudet talaði oft um (að vísu á mjög takmarkaðan hátt) jaðar-verk (eins og Vie de Rancé eftir Chateaubriand, sem okkur virðist nú vera ,,texti“): Textinn er það sem er staðsett við jað- ar orðræðureglna (skynsemi, læsileiki o.s.frv.) Þessi hugmynd er ekki mælskufræðileg, við grípum ekki til hennar til að setja okkur í „hetjulegar“ stellingar: Textinn reyniralltaf að staðsetja sig sérstaklega handan takmarkana kenningarinnar (doxa), (er ekki almenningsálit- ið, sem Iiggur lýðræðisþjóðfélögum til grund- vallar, dyggilega stutt af fjölmiðlum, er ekki al- menningsálitið skilgreint af takmörkunum sín- um, útilokunarkrafti sínum, ritskoðun sinni?); sé orðið tekið bókstafiega, má segja að Textinn sé alltaf þversagnarkenndur (paradoxai). 3. Við nálgumst textann og öðlumst reynslu af honum í tengslum við táknið. Verkið lokast um táknmið. Við getum eignað þessu táknmiði tvenns konar merkingarmáta: annað hvort er það sagt vera augljóst og verkið þá viðfang bókstafsvísinda, eða textafræði; ellegar tákn- miðið er sagt vera dulið og endanlegt, þess þurfi að leita, og þá er verkið undirorpið túlk- un, (marxískri, freudískri, þematískri o.s.frv.); í stuttu máli sagt, verkið sjálft virkar eins og al- mennt tákn, og eðlilegt er að það sé eins konar stofnun í siðmenningu Táknsins. Textinn stundar á hinn bóginn óendanlega frestun táknmiðsins. Textinn er tafsamur; svið hans er táknmyndin. Ekki má ímynda sér táknmynd- ina sem „fyrsta hluta merkingarinnar", efnis- Iegt anddyri hennar, heldur þvert á móti, sem eftirkösl hennar: á svipaðan hátt vísar óendan- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.